Ísraelsmenn gerðu umfangsmiklar árásir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2019 11:43 Eldflaugar á flugi yfir Damaskus. AP/SANA Her Ísrael gerði í morgun fjölda árása í suðurhluta Sýrlands eftir að eldflaugum var skotið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Ísraelsmenn segja hersveitir Íran hafa skotið eldflaugunum og því hafi árásir verið gerðar á þá og stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem styður við sveitir Íran. Stjórnarher Assad heldur því fram að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Fregnir hafa þó borist af mannsfalli hjá stjórnarhernum. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst ellefu manns hafa fallið í árásunum. Þar af minnst fjórir meðlimir stjórnarhersins. Ísraelsmenn sögðu frá árásunum á Twitter í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þær voru gerðar. Þeir byrjuðu á því að sýna myndband þar sem sjá má eldflaugavarnir Ísrael skjóta niður eldflaugar frá Sýrlandi. Árásirnar voru framkvæmdar bæði með orrustuþotum og eldflaugum.This is what’s been happening: On Sunday, Iranian Quds Forces operating in Syria launched a surface-to-surface rocket from Syria aimed at Israel’s Golan Heights. The Iron Dome Aerial Defense System intercepted the rocket. pic.twitter.com/P7yvkpR6An — Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019 Ísrael svaraði með árásum á stöðvar Íran og Hezbollah í Sýrlandi, nærri Damaskus. Herinn gerir reglulega árásir sem beinast gegn Íran og Hezbollah þar í landi en sjaldgæft er að þeir segi frá þeim. Herinn segir að stjórnarher Assad hafi skotið eigin eldflaugum á loft og reynt að granda eldflaugum Ísrael. Því hafi loftvörnum verið grandað. Þá birti herinn myndband af slíkum árásum þar sem sjá má eldflaug lenda á loftvörnum af rússneskri gerð. Þetta er í minnst annað sinn sem Ísraelar hafa grandað slíku loftvarnakerfi. Talsmaður hersins segir ríkisstjórn Assad hafa verið varaða við árásunum og þeim ráðlagt að skjóta ekki að herþotum Ísrael.During our strike, dozens of Syrian surface-to-air missiles were launched, despite clear warnings to avoid such fire. In response, we also targeted several of the Syrian Armed Forces' aerial defense batteries. pic.twitter.com/rHxJqqpI9n — Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019SANA, ríkissjónvarp Sýrlands, segir loftvarnir stjórnarhersins hafa komið í veg fyrir að her Ísrael næði markmiðum sínum með árásunum. Það hefur þó verið dregið í efa af eftirlitsaðilum. Rússneski herinn segir að rúmlega 30 eldflaugar frá Ísrael hafi verið skotnar niður. Þó segja Rússar að árásin hafi valdið þó nokkrum skaða á flugvellinum í Damaskus.Ísraelsmenn eru taldir hafa gert fjölmargar árásir á flugvöllinn og segja þeir að vöruskemmur þar séu notaðar til að geyma vopn sem Íran sendir til Hezbollah. Yfirvöld í Íran hóta reglulega að gereyða Ísrael. Íran hefur stutt við bakið á Assad gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi og hafa umsvif þeirra og Hezbolla, sem Íran styður einnig, aukist til muna í Sýrlandi. Ísraelar segja ekki koma til greina að gera Íran kleift að ná fótfestu í Sýrlandi og hafa gert fjölda árása gegn þeim á undanförnum árum. Sjaldgæft er að herinn segi frá árásum þessum, eða jafnvel viðurkenni þær. Andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætirsráðherra Ísrael, segja hann hafa opinberað árásirnar og saka hann um að nota herinn í pólitískum tilgangi. Kosningar munu fara fram í Ísrael í apríl. Fjölmiðlar í Ísrael segja að þó Netayahu hafi nýtt sér árásirnar sé um skilaboð til Íran og Rússlands að ræða. Að árásir á Ísrael verði ekki liðnar og að Ísraelsmenn muni ekki hika við að svara þeim af miklu afli.By firing towards Israeli civilians, Iran once again proved that it is attempting to entrench itself in Syria, endangering the State of Israel & regional stability. We will continue operating determinedly to thwart these attempts. pic.twitter.com/RBHWeBH7FW— Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019 Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. 24. september 2018 19:12 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Segja Ísraela hafa skotið eldflaugum að flugvellinum í Damaskus Skotmarkið er sagt hafa verið vopnabúr annað hvort íranskra hersveita eða Hezbollah-samtakanna líbönsku. 15. september 2018 21:17 Ísraelar íhuga árásir á Írana í Írak "Ég er að segja að við munum berjast gegn öllum ógnunum frá Írönum, og það skiptir ekki máli hvar.“ 3. september 2018 10:35 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Netanyahu harður á því að Hezbollah fái ekki vopn Ísrael hefur verið sakað um loftárásir nærri Damascus í gær, sem munu hafa beinst gegn vopnasendingum Íran til Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. 16. september 2018 13:07 Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Her Ísrael gerði í morgun fjölda árása í suðurhluta Sýrlands eftir að eldflaugum var skotið að Ísrael frá Sýrlandi í gær. Ísraelsmenn segja hersveitir Íran hafa skotið eldflaugunum og því hafi árásir verið gerðar á þá og stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem styður við sveitir Íran. Stjórnarher Assad heldur því fram að flestar eldflaugar Ísrael hafi verið skotnar niður. Fregnir hafa þó borist af mannsfalli hjá stjórnarhernum. Syrian Observatory for Human Rights segir minnst ellefu manns hafa fallið í árásunum. Þar af minnst fjórir meðlimir stjórnarhersins. Ísraelsmenn sögðu frá árásunum á Twitter í morgun, einungis nokkrum klukkustundum eftir að þær voru gerðar. Þeir byrjuðu á því að sýna myndband þar sem sjá má eldflaugavarnir Ísrael skjóta niður eldflaugar frá Sýrlandi. Árásirnar voru framkvæmdar bæði með orrustuþotum og eldflaugum.This is what’s been happening: On Sunday, Iranian Quds Forces operating in Syria launched a surface-to-surface rocket from Syria aimed at Israel’s Golan Heights. The Iron Dome Aerial Defense System intercepted the rocket. pic.twitter.com/P7yvkpR6An — Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019 Ísrael svaraði með árásum á stöðvar Íran og Hezbollah í Sýrlandi, nærri Damaskus. Herinn gerir reglulega árásir sem beinast gegn Íran og Hezbollah þar í landi en sjaldgæft er að þeir segi frá þeim. Herinn segir að stjórnarher Assad hafi skotið eigin eldflaugum á loft og reynt að granda eldflaugum Ísrael. Því hafi loftvörnum verið grandað. Þá birti herinn myndband af slíkum árásum þar sem sjá má eldflaug lenda á loftvörnum af rússneskri gerð. Þetta er í minnst annað sinn sem Ísraelar hafa grandað slíku loftvarnakerfi. Talsmaður hersins segir ríkisstjórn Assad hafa verið varaða við árásunum og þeim ráðlagt að skjóta ekki að herþotum Ísrael.During our strike, dozens of Syrian surface-to-air missiles were launched, despite clear warnings to avoid such fire. In response, we also targeted several of the Syrian Armed Forces' aerial defense batteries. pic.twitter.com/rHxJqqpI9n — Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019SANA, ríkissjónvarp Sýrlands, segir loftvarnir stjórnarhersins hafa komið í veg fyrir að her Ísrael næði markmiðum sínum með árásunum. Það hefur þó verið dregið í efa af eftirlitsaðilum. Rússneski herinn segir að rúmlega 30 eldflaugar frá Ísrael hafi verið skotnar niður. Þó segja Rússar að árásin hafi valdið þó nokkrum skaða á flugvellinum í Damaskus.Ísraelsmenn eru taldir hafa gert fjölmargar árásir á flugvöllinn og segja þeir að vöruskemmur þar séu notaðar til að geyma vopn sem Íran sendir til Hezbollah. Yfirvöld í Íran hóta reglulega að gereyða Ísrael. Íran hefur stutt við bakið á Assad gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi og hafa umsvif þeirra og Hezbolla, sem Íran styður einnig, aukist til muna í Sýrlandi. Ísraelar segja ekki koma til greina að gera Íran kleift að ná fótfestu í Sýrlandi og hafa gert fjölda árása gegn þeim á undanförnum árum. Sjaldgæft er að herinn segi frá árásum þessum, eða jafnvel viðurkenni þær. Andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætirsráðherra Ísrael, segja hann hafa opinberað árásirnar og saka hann um að nota herinn í pólitískum tilgangi. Kosningar munu fara fram í Ísrael í apríl. Fjölmiðlar í Ísrael segja að þó Netayahu hafi nýtt sér árásirnar sé um skilaboð til Íran og Rússlands að ræða. Að árásir á Ísrael verði ekki liðnar og að Ísraelsmenn muni ekki hika við að svara þeim af miklu afli.By firing towards Israeli civilians, Iran once again proved that it is attempting to entrench itself in Syria, endangering the State of Israel & regional stability. We will continue operating determinedly to thwart these attempts. pic.twitter.com/RBHWeBH7FW— Israel Defense Forces (@IDF) January 21, 2019
Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. 24. september 2018 19:12 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Segja Ísraela hafa skotið eldflaugum að flugvellinum í Damaskus Skotmarkið er sagt hafa verið vopnabúr annað hvort íranskra hersveita eða Hezbollah-samtakanna líbönsku. 15. september 2018 21:17 Ísraelar íhuga árásir á Írana í Írak "Ég er að segja að við munum berjast gegn öllum ógnunum frá Írönum, og það skiptir ekki máli hvar.“ 3. september 2018 10:35 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Netanyahu harður á því að Hezbollah fái ekki vopn Ísrael hefur verið sakað um loftárásir nærri Damascus í gær, sem munu hafa beinst gegn vopnasendingum Íran til Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. 16. september 2018 13:07 Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. 24. september 2018 19:12
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54
Segja Ísraela hafa skotið eldflaugum að flugvellinum í Damaskus Skotmarkið er sagt hafa verið vopnabúr annað hvort íranskra hersveita eða Hezbollah-samtakanna líbönsku. 15. september 2018 21:17
Ísraelar íhuga árásir á Írana í Írak "Ég er að segja að við munum berjast gegn öllum ógnunum frá Írönum, og það skiptir ekki máli hvar.“ 3. september 2018 10:35
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45
Netanyahu harður á því að Hezbollah fái ekki vopn Ísrael hefur verið sakað um loftárásir nærri Damascus í gær, sem munu hafa beinst gegn vopnasendingum Íran til Hezbollah hryðjuverkasamtakanna. 16. september 2018 13:07
Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. 24. júlí 2018 12:17