Myrkvinn sást vel á Vestfjörðum þar sem Hafþór Gunnarsson reif sig á fætur og tók til við að mynda það sem fyrir augu bar.
Tunglmyrkvar verða þegar sólin, Jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar. Þrátt fyrir það verða tunglmyrkvar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarplan tunglsins og brautarplan Jarðar eru ósamsíða.
Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á Jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður- og Suður-Ameríku og að öllu leyti frá Íslandi.
Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.
Nánar má lesa um almyrkva á tungli á Stjörnufræðivefnum.