Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:54 Karl Gauti Hjaltason á þingi í dag. vísir/vilhelm Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur. Alþingi Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira