Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:54 Karl Gauti Hjaltason á þingi í dag. vísir/vilhelm Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur. Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira