66% lækna segjast vera undir of miklu álagi Sighvatur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 00:00 Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur um helmingur lækna hugleitt að láta af störfum. Vísir/Hanna Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands.Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en 60 klukkustundir á viku.Vísir/GvendurEf litið er til þeirra sem vinna mest þá vinna 25% lækna 61-80 klukkustundir á viku og 4% lækna er í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku, sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem stýrði vinnu við könnunina, segir að tveir af hverjum þremur læknum séu undir ofurálagi. „Stór hluti af þeim er með kulnunareinkenni. Þetta er áhyggjuefni. Ég er glaður sem læknir að sjá að félagar mínir opna sig með þetta, vegna þess að einhverjir gætu sagt notum bara gömlu aðferðina, þöggunina.“ Þá leiðir könnunin í ljós að meira en 60% lækna telur óheppilegt að staðsetja Landspítala við Hringbraut og vill nýtt mat á staðsetningu vegna byggingar nýs spítala. Þegar læknar eru spurðir um kynferðislega áreitni á vinnustað segjast um 7% kvenlækna hafa orðið fyrir slíku síðustu þrjá mánuði en aðeins 1% karlkyns lækna. Þegar spurt er um alla starfsævina segja 47% kvenna í læknastétt að þær hafi orðið fyrir áreitni en um 13% karla. Meðal ástæðna sem læknar nefna fyrir of miklu vinnuálagi er undirmönnun á heilbrigðisstofnunum. „Það sem þessi könnun segir er að það sé mönnunin, skortur á starfsaðstöðu, skortur á skilgreindu vinnusviði og að læknar ráði kannski full litlu um sitt starfsumhverfi,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira