Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Jóhann Helgason telur að lagið You Raise Me Up frá 2002 sé stuldur á lagi hans Söknuði frá 1977. Málaferli verða í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira