Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:32 Lögregla stöðvaði þennan ökumann á Hringbrautinni á níunda tímanum í morgun, að því er virðist til að skafa betur af bílnum. Vísir/Stína Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ökumaður á snæviþöktum bíl var stöðvaður á Hringbraut á níunda tímanum í morgun og skikkaður til að skafa. Töluvert umferðarteppa myndaðist í kjölfarið en lögregla biðlar til ökumanna að skafa almennilega af bílum sínum áður en lagt er af stað. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil umferð hafi verið um stofnæðir á borð við Reykjanesbraut, Kringlubraut og Miklubraut í morgun. Þá hafi umferð út úr hverfunum einnig gengið hægt. „En það rættist úr því þegar fór að líða á morguninn, engin slys.“Geta valdið slysum Móðir barns í Háteigsskóla birti í gær mynd af bíl sem ekið var fram hjá skólanum. Athygli vakti að rúður bílsins voru þaktar snjó en ökumaðurinn hafði bersýnilega ekki skafið nógu vel áður en lagt var af stað um morguninn. Í morgun stöðvaði lögregla svo ökumann á Hringbraut og skikkaði hann til að skafa af bíl sínum, sem hann og gerði. Því er ljóst að ökumenn trassa margir að skafa í morgunsárið en lögregla birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem ökumenn voru beðnir um að sýna ábyrgð og skafa vel af öllum rúðum ökutækja. Ómar Smári tekur undir þetta. „Menn hafa lagt af stað og sett bara lítið gat á framrúðuna og haldið að það væri nóg en menn þurfa að hafa skyggni allan hringinn, það er eiginlega lágmark. Annars stofna þeir sjálfum sér og öðrum í hættu og geta valdið slysum,“ segir Ómar. „Fólk þarf að sýna tillitssemi, sýna aðgát og fara varlega.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08