Nektarmálverk og brjóstabylting Nanna Hermannsdóttir skrifar 22. janúar 2019 10:55 Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ætli ein mest deilda frétt helgarinnar hafi ekki verið sú að opinber stofnun hafi tekið tillit til beiðni starfsmanna og fjarlægt listaverk af nöktum konum af skrifstofum yfirmanna. Myndirnar höfðu valdið starfsmönnum óþægindum. Þó mig hafi klæjað í puttana hef ég ekki nennt að svara þeim röddum sem vilja stimpla þetta sem viðkvæmni hjá starfsmönnunum. Í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun tengdi listamaðurinn Goddur ákvörðun stofnunarinnar við frelsun geirvörtunnar og feminíska baráttu. Sambærileg rök komu fram í Kastljósi gærkvöldsins frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Ólöfu Sigurðardóttur. Þá fóru fingurnir að hreyfast á lyklaborðinu.Ég vil því vekja athygli á eftirfarandi: Það er sorglegt að heyra einhvern nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún snerist í raun gegn.#FreeTheNipple snýst um að rétt kvenna til að stjórna því hvernig brjóst þeirra eru sýnd og skilgreind. Brjóstabyltingin snýst ekki um að karlar megi núna hafa naktar konur á skrifstofunni sinni ef undirmönnum þeirra og samstarfsfélögum finnist það óþægilegt. Verkefnið Demoncrazy (sem Goddur vísar í), gengur jafnframt út á að berbrjósta ungar konur ögri þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Markmiðið er ekki að ýta undir valdaójafnvægi með því að ögra kvenkyns starfsmönnum. Vandamálið er ekki listin, heldur staðsetning listarinnar, þær aðstæður og umhverfi sem hún er sýnd í. Alveg eins og þú ferð kannski ber að ofan í sund - en ert ekki ber að ofan í vinnunni. Líklega hvorugt þó ef þú ert kona. List sem veldur starfsfólki óþægindum á ekki heima uppi á vegg hjá yfirmönnum þeirra. Að kalla þetta ritskoðun sýnir að viðkomandi hefur ekki skilið um hvað málið snýst í raun. Hvort er mikilvægara: réttur fólks til þess að líða vel í sínu starfsumhverfi eða réttur yfirmanna til þess að velja listaverk á skrifstofuna sína?Höfundur er nemi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun