Ísland er eina liðið á HM þar sem markverðir verja best í vítum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar eftir að hafa varið víti á HM 2019. Getty/TF-Images Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Íslensku markverðirnir á HM í handbolta 2019 skera sig algjörlega úr meðal markvarða hjá tólf bestu þjóðunum á þessu heimsmeistaramóti þegar kemur að því hvar þeir eru að verja hlutfallslega best. Ísland er eina þjóðin af þeim sem komust í milliriðil þar sem besta staða markvarða liðsins eru vítaskot. Vísir skoðaði nánar opinbera tölfræði heimsmeistaramótsins í Þýskalandi og Danmörku þar sem hægt að er að sjá markvörslu þjóðanna eftir leikstöðum. Íslensku markverðirnir hafa varið 41 prósent vítanna sem þeir hafa reynt við í fyrstu sjö leikjum íslenska landsliðsins á HM. Ekkert annað lið á HM er með betri hlutfallsmarkvörslu í vítum. Samkvæmt þessu ætti að vera betra fyrir íslensku varnarmennina að gefa víti en að gefa langskot. Íslensku markverðirnir verja tveimur prósentum betur úr vítum (41%) en úr langskotum (39%). Það eru líka fáar þjóðir þar sem vítaskotin eru bestu skotin sem liðin gefa. Vítaskotin eru í öðru sæti hjá Dönum en 4. sæti og neðar hjá öllum hinum tíu liðunum sem komust í milliriðla. Næstbesta staðan hjá íslensku markvörðunum eru hornin þar sem Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson hafa tekið 40 prósent skota sinna. Langskotin eru aftur á móti í 3. sæti hjá íslensku markvörðunum sem er það langneðsta meðal topp tólf efstu liðanna á HM 2019. Það eru bara hjá Egyptalandi (bestir í hornum) og Íslandi þar sem markverðirnir verja ekki best úr langskotum. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um hver er besta staða markvarðanna hjá þeim liðum sem enduðu í tólf efstu sætunum á HM 2019.Vísir/GettyVítaskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 5. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 5. sæti Danmörk - 2. sæti Egyptaland - 4. sæti Spánn - 6. sæti Frakkland - 4. sæti Þýskaland - 4. sæti Ungverjaland - 4. sætiÍsland - 1. sæti Noregur - 6. sæti Svíþjóð - 6. sæti Túnis - 6. sætiLangskotin í röðinni hjá topp tólf þjóðunum á HM 2019: Brasilía - 1. sæti (af 6 leikstöðum) Króatía - 1. sæti Danmörk - 1. sæti Egyptaland - 2. sæti Spánn - 1. sæti Frakkland - 1. sæti Þýskaland - 1. sæti Ungverjaland - 1. sætiÍsland - 3. sæti Noregur - 1. sæti Svíþjóð - 1. sæti Túnis - 1. sæti Hvar eru markverðir topp12 liðanna bestir á HM í handbolta 2019:Brasilía 1. Langskot 40% 2. Horn 36% 3. Lína 31%Króatía 1. Langskot 49% 2. Horn 42% 3. Lína 34%Danmörk 1. Langskot 47% 2. Vítaskot 38% 3. Horn 38%Egyptaland 1. Horn 44% 2. Langskot 39% 3. Lína 25%Spánn 1. Langskot 51% 2. Lína 32% 3. Horn 29%Frakkland 1. Langskot 43% 2. Gegnumbrot 40% 3. Horn 38%Þýskaland 1. Langskot 51% 2. Lína 36% 3. Horn 26%Ungverjaland 1. Langskot 53% 2. Lína 29% 3. Horn 23%Ísland 1. Vítaskot 41% 2. Horn 40% 3. Langskot 39%Noregur 1. Langskot 51% 2. Horn 34% 3. Lína 32%Svíþjóð 1. Langskot 55% 2. Horn 43% 3. Lína 36%Túnis 1. Langskot 42% 2. Horn 39% 3. Gegnumbrot 24%Vítin eru staða númer eitt hjá íslensku markvörðunum á HM 2019.Vísir/GettySamantekt á besti stöðum markvarðanna hjá topp12 liðunum- Fyrsta sæti - Langskot hjá 10 þjóðum Horn hjá 1 þjóð Vítaskot hjá 1 þjóð (Ísland)- Annað sætið - Horn hjá 6 þjóðum (Ísland) Lína hjá 3 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Egyptaland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Frakkland) Vítaskot hjá 1 þjóð (Danmörk)- Þriðja sætið - Lína hjá 5 þjóðum Horn hjá 5 þjóðum Langskot hjá 1 þjóð (Ísland) Gegnumbrot hjá 1 þjóð (Túnis)- Á topp þrjú- Langskot hjá 12 þjóðum Horn hjá 12 þjóðum Lína hjá 8 þjóðum Gegnumbrot hjá 2 þjóðum Vítaskot hjá 2 þjóðumÁgúst Elí Björgvinsson.Vísir/EPA
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira