Leikmenn Saints vilja réttlæti | Svaraðu í símann, Roger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 15:30 Michael Thomas. vísir/getty Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl. NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Leikmenn New Orleans Saints eru enn brjálaðir yfir því að ein skelfilegustu dómaramistök síðustu ára hafi gert út um vonir þeirra að komast í Super Bowl. Dómarar leiksins misstu af augljósu broti varnarmanns Rams í leiknum sem hafði stór áhrif á framhaldið. Saint varð að reyna við vallarmark en hefði liðið fengið vítið þá hefðu þeir fengið fjórar nýjar tilraunir við mark Rams. Liðið hefði átt góðan möguleika á snertimarki í stað þess að sætta sig við vallarmark. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig náði Rams að jafna og senda leikinn í framlengingu. Þar unnu Hrútarnir svo en skuggi hvílir yfir úrslitunum vegna dómaramistakanna. Saints hefur grafið upp reglu sem gefur yfirmanni deildarinnar, Roger Goodell, tækifæri til þess að bregðast við einhverju mjög ósanngjörnu sem átti sér stað.Rule 17 Section 2 Article 3 @NFL — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Leikmenn Saints telja sig eðlilega hafa verið beittir órétti og vilja að Goodell taki í taumana. Meira að segja varnarmaður Rams viðurkenndi að þetta hefði verið augljóst víti á hann. Ef Goodell vildi gæti hann látið endurtaka leikinn en nákvæmlega engar líkur eru á því að hann geri það. Þessari reglu hefur aldrei verið beitt til að breyta úrslitum leiks. Það er stutt í Super Bowl og Goodell mun því ekkert gera.Hey Roger pick up the phone. — Michael Thomas (@Cantguardmike) January 21, 2019 Eins og sjá má hér að ofan hefur útherji Saints, Michael Thomas, leitt mótmælaaðgerðirnar en hann mun þurfa að sætta sig við að komast ekki í Super Bowl í ár. Atvikið sem um ræðir má ekki endurskoða samkvæmt núgildandi reglum en því verður klárlega breytt núna. Það gerir þó lítið fyrir svekkta leikmenn Saints sem fá ekki að upplifa drauminn og spila í Super Bowl.
NFL Tengdar fréttir Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30 Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. 21. janúar 2019 10:30
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30