Snoop Dogg keypti hlut í sænsku fjártæknifyrirtæki Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 13:38 Ásamt því að kaupa hlut í Klarna verður Snoop Dogg andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins, þar sem hann gengur undir nafninu Smoooth Dogg. Klarna Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins. Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins.
Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00