Bjóst aldrei við að sjá bílinn aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 09:00 Gestur Baldursson brá á leik með ljósmyndara Vísis í verslun Lucky Records í dag. Vísir/Vilhelm Gestur Baldursson var á leiðinni heim úr vinnunni í síðustu viku þegar hann vaknaði upp við vondan draum. Bílinn hans var hvergi að sjá. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig hugarástandi ég er búinn að vera í,“ segir Gestur sem er eigandi líklega umtalaðasta bíls landsins. Toyota Corollu árgerð 2003 sem tekin var ófrjálsri hendi fyrir utan Lucky Reckords á Rauðarárstíg miðvikudaginn 16. janúar. Myndband af bílaþjófnum á flótta undan lögreglu hefur farið sem eldur í sinu um netheima og um hann fjallað í fjölmiðlum. Mildi var að enginn slasaðist við Viðarhöfða þar sem ökumaðurinn komst ekki lengra og hélt áfram á hlaupum áður en lögregla hafði hendur í hári hans.Ruplandi á bílnum Gestur segist hafa verið að loka búðinni umræddan dag um sexleytið. Hann hafi verið síðasti maður út og staðið úti á plani en engan bíl séð. „Ég hélt ég væri kominn með Alzheimer á hæsta stigi,“ segir Gestur. Í hönd hafi farið lögregluleit sem stóð yfir í sólarhring. Lýst var eftir bílnum í fjölmiðlum enda fór þjófurinn mikinn, ruplandi á bíl Gests. „Hann var búinn að vera að fremja einhver afbrot á bílnum svo lögreglan setti leitina í gang strax á miðvikudagskvöld.“Vissu nákvæmlega hver þjófurinn var Gestur segir þjófinn hafa komist yfir bílinn með því að stela fyrst bíllyklunum að bílnum í starfsmannarými Lucky Records. „Hann fer inn í starfsmannarýmið og tekur lykla úr rassvasanum,“ segir Gestur. Það hafi náðst á upptöku og fyrir vikið gátu Gestur og félagar sýnt lögreglu skjámyndir af þjófnum. „Þeir vissu nákvæmlega hver þetta var,“ segir Gestur. Um sé að ræða síbrotamann, svokallaðan góðkunningja. Lögregla hafi fljótlega komist á sporið þökk sé ábendingu og sat fyrir þjófnum. Lýsir Gestur því þannig að þjófurinn hafi séð lögreglumenn koma á tveimur bílum. Hann hafi hlaupið út úr bílnum, falið sig og svo hlaupið aftur inn í bíl og ekið í burtu. Hann hafi ekið eins og fantur, öfugt í gegnum hringtorg, upp á umferðareyju og gangstéttum. „Svo endar þetta á því sem sést í vídeóinu.“Ekki enn fengið bílinn Gestur segir bílinn nokkuð tjónaðan. Guðs mildi sé að ekki hafi orðið slys á fólki. „Þetta er búið að vera algjört pain og helvíti, fyrir utan það að vera bíllaus. Vitandi af einhverjum drullusokki rúntandi á bílnum,“ segir Gestur. Hann er foreldri og barnabílstóll hafi verið í bílnum ásamt fleiri hlutum. Bíllinn var í kaskó þannig að skemmdir á honum ættu að verða bættar að fullu. Gestur hefur aftur á móti ekki séð bílinn enn enda í haldi lögreglu. „Ég fer og sæki hann á fimmtudaginn. Hann hefur verið hjá lögreglu til rannsóknar og yfirferðar síðan þeir náðu honum. Þá kemur í ljós hvernig hann lítur út að innan og að neðan.“Rúnar Ben Maitsland rekur bónstöð við Viðarhöfða og hefur komið upp öryggismyndavél á svæðinu.VísirSérstök tilfinning Efasemdir kviknuðu strax hjá Gesti, vitandi að síbrotamaður væri með bíl hans, hvort hann sæi ökutækið nokkurn tímann aftur. „Ég hugsaði það versta. Hvort það væri búið að aka honum út í sjó, kveikja í honum eða klessukeyra. Ég bjóst ekki við því að sjá hann aftur.“ Gesti brá í brún þegar hann sá myndbandið af lokakaflanum á eftirför lögreglu. Svo skemmtilega vill til að vinur Gests, Rúnars Ben Maitsland sem rekur bónstöðina Hágæðabón við Viðarhöfða, var sá sem að birti upptökuna á Facebook. „Það var algjör tilviljun að hann náði þessu á CCTV. Ég sá þetta bara hjá honum,“ segir Gestur. Það hafi verið dálítið sérstök tilfinning. Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband varpar ljósi á ofsaakstur bílaþjófs á flótta undan lögreglu Myndband úr öryggisupptökuvél varpar ljósi á hvernig lögregla hafði hendur í hári bílaþjófs fyrir helgi. Mátti litlu muna að hörkuárekstur yrði sem hefði vafalítið getað valdið slysi á fólki. 22. janúar 2019 11:38 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Gestur Baldursson var á leiðinni heim úr vinnunni í síðustu viku þegar hann vaknaði upp við vondan draum. Bílinn hans var hvergi að sjá. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig hugarástandi ég er búinn að vera í,“ segir Gestur sem er eigandi líklega umtalaðasta bíls landsins. Toyota Corollu árgerð 2003 sem tekin var ófrjálsri hendi fyrir utan Lucky Reckords á Rauðarárstíg miðvikudaginn 16. janúar. Myndband af bílaþjófnum á flótta undan lögreglu hefur farið sem eldur í sinu um netheima og um hann fjallað í fjölmiðlum. Mildi var að enginn slasaðist við Viðarhöfða þar sem ökumaðurinn komst ekki lengra og hélt áfram á hlaupum áður en lögregla hafði hendur í hári hans.Ruplandi á bílnum Gestur segist hafa verið að loka búðinni umræddan dag um sexleytið. Hann hafi verið síðasti maður út og staðið úti á plani en engan bíl séð. „Ég hélt ég væri kominn með Alzheimer á hæsta stigi,“ segir Gestur. Í hönd hafi farið lögregluleit sem stóð yfir í sólarhring. Lýst var eftir bílnum í fjölmiðlum enda fór þjófurinn mikinn, ruplandi á bíl Gests. „Hann var búinn að vera að fremja einhver afbrot á bílnum svo lögreglan setti leitina í gang strax á miðvikudagskvöld.“Vissu nákvæmlega hver þjófurinn var Gestur segir þjófinn hafa komist yfir bílinn með því að stela fyrst bíllyklunum að bílnum í starfsmannarými Lucky Records. „Hann fer inn í starfsmannarýmið og tekur lykla úr rassvasanum,“ segir Gestur. Það hafi náðst á upptöku og fyrir vikið gátu Gestur og félagar sýnt lögreglu skjámyndir af þjófnum. „Þeir vissu nákvæmlega hver þetta var,“ segir Gestur. Um sé að ræða síbrotamann, svokallaðan góðkunningja. Lögregla hafi fljótlega komist á sporið þökk sé ábendingu og sat fyrir þjófnum. Lýsir Gestur því þannig að þjófurinn hafi séð lögreglumenn koma á tveimur bílum. Hann hafi hlaupið út úr bílnum, falið sig og svo hlaupið aftur inn í bíl og ekið í burtu. Hann hafi ekið eins og fantur, öfugt í gegnum hringtorg, upp á umferðareyju og gangstéttum. „Svo endar þetta á því sem sést í vídeóinu.“Ekki enn fengið bílinn Gestur segir bílinn nokkuð tjónaðan. Guðs mildi sé að ekki hafi orðið slys á fólki. „Þetta er búið að vera algjört pain og helvíti, fyrir utan það að vera bíllaus. Vitandi af einhverjum drullusokki rúntandi á bílnum,“ segir Gestur. Hann er foreldri og barnabílstóll hafi verið í bílnum ásamt fleiri hlutum. Bíllinn var í kaskó þannig að skemmdir á honum ættu að verða bættar að fullu. Gestur hefur aftur á móti ekki séð bílinn enn enda í haldi lögreglu. „Ég fer og sæki hann á fimmtudaginn. Hann hefur verið hjá lögreglu til rannsóknar og yfirferðar síðan þeir náðu honum. Þá kemur í ljós hvernig hann lítur út að innan og að neðan.“Rúnar Ben Maitsland rekur bónstöð við Viðarhöfða og hefur komið upp öryggismyndavél á svæðinu.VísirSérstök tilfinning Efasemdir kviknuðu strax hjá Gesti, vitandi að síbrotamaður væri með bíl hans, hvort hann sæi ökutækið nokkurn tímann aftur. „Ég hugsaði það versta. Hvort það væri búið að aka honum út í sjó, kveikja í honum eða klessukeyra. Ég bjóst ekki við því að sjá hann aftur.“ Gesti brá í brún þegar hann sá myndbandið af lokakaflanum á eftirför lögreglu. Svo skemmtilega vill til að vinur Gests, Rúnars Ben Maitsland sem rekur bónstöðina Hágæðabón við Viðarhöfða, var sá sem að birti upptökuna á Facebook. „Það var algjör tilviljun að hann náði þessu á CCTV. Ég sá þetta bara hjá honum,“ segir Gestur. Það hafi verið dálítið sérstök tilfinning.
Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband varpar ljósi á ofsaakstur bílaþjófs á flótta undan lögreglu Myndband úr öryggisupptökuvél varpar ljósi á hvernig lögregla hafði hendur í hári bílaþjófs fyrir helgi. Mátti litlu muna að hörkuárekstur yrði sem hefði vafalítið getað valdið slysi á fólki. 22. janúar 2019 11:38 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Myndband varpar ljósi á ofsaakstur bílaþjófs á flótta undan lögreglu Myndband úr öryggisupptökuvél varpar ljósi á hvernig lögregla hafði hendur í hári bílaþjófs fyrir helgi. Mátti litlu muna að hörkuárekstur yrði sem hefði vafalítið getað valdið slysi á fólki. 22. janúar 2019 11:38