Eru ekki tryggð í svona leikjum og þurfa leyfi frá félögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 17:00 Dagný Brynjarsdóttir var bandarískur háskólameistari með Florida State á sínum tíma. Mynd/Instagram/dagnybrynjars Íslenskir knattspyrnumenn- og konur fá tækifæri til að sýna sig og sanna í sérstökum sýningarleikjum sem fara fram í Fífunni í Kópavogi seinna í þessari viku en þetta hefur kallað á sérstaka yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Markmiðið hjá íslenska knattspyrnufólkinu er að vinna sér sinn skólastyrk hjá bandarískum háskólum en yfir hundrað skóla frá Bandaríkjunum munu senda fulltrúa sína til Íslands til að skoða íslenska leikmenn í þessum leikjum sem fara fram 25. og 26. janúar næstkomandi. Bandarísku þjálfararnir koma hingað til lands á vegum Soccer and Education USA sem er fyrirtæki sem þau Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eru með. Það kemur fram í auglýsingu á Instagram síðu fyrirtækisins að margir af bestu skólunum í Bandaríkjunum ætli að senda fulltrúa til Íslands. Þar eru skólar eins og Harvard University, Columbia, Dartmouth, Boston College, Vanderbilt, Northwestern University, University of Florida og University of Maryland. Þjálfararnir eru mættir til að skoða bæði leikmenn fyrir árin 2019 og 2020 og þeir eru bæði að leita að stelpum og strákum. Það er því mikið í húfi fyrir það íslenska knattspyrnufólk sem stefnir á að vinna sér inn skólastyrk í skemmtilegum skóla á skemmtilegum stað. En þau eru líka að taka áhættu með því að taka þátt í þessum leikjum. „Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá sínu félagi til að taka þátt í sýningarleikjum,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar frá Knattspyrnusambandi Íslands og þar kemur líka fram að aðildarfélögum KSÍ ber ekki að greiða kostnað sem hlýst vegna meiðsla leikmanna sem kunna að eiga sér stað í slíkum sýningarleikjum. „Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga skulu tryggingar, sem aðildarfélög ganga frá fyrir samningsbundna leikmenn sína, ná yfir slys og meiðsli við æfingar, keppni, ferðir og starf í tengslum við félagið og KSÍ. Reglugerðin kveður því ekki á um að samningsbundnir leikmenn séu tryggðir við æfingar, keppni, ferðir og starf á öðrum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu KSÍ og þetta á líka við með endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ. „Að auki er rétt að benda á að endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ ná heldur ekki til kostnaðar sem kann að hljótast vegna meiðsla í slíkum sýningarleikjum. Íþróttaslysasjóður ÍSÍ tekur einungis til slysa við keppni á vegum íþróttafélaga svo og skipulagðar íþróttaæfingar sem haldnar eru á vegum þessara aðila, undir stjórn þjálfara með það að markmiði að taka þátt í keppni.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn- og konur fá tækifæri til að sýna sig og sanna í sérstökum sýningarleikjum sem fara fram í Fífunni í Kópavogi seinna í þessari viku en þetta hefur kallað á sérstaka yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Íslands. Markmiðið hjá íslenska knattspyrnufólkinu er að vinna sér sinn skólastyrk hjá bandarískum háskólum en yfir hundrað skóla frá Bandaríkjunum munu senda fulltrúa sína til Íslands til að skoða íslenska leikmenn í þessum leikjum sem fara fram 25. og 26. janúar næstkomandi. Bandarísku þjálfararnir koma hingað til lands á vegum Soccer and Education USA sem er fyrirtæki sem þau Brynjar Benediktsson og Jóna Kristín Hauksdóttir eru með. Það kemur fram í auglýsingu á Instagram síðu fyrirtækisins að margir af bestu skólunum í Bandaríkjunum ætli að senda fulltrúa til Íslands. Þar eru skólar eins og Harvard University, Columbia, Dartmouth, Boston College, Vanderbilt, Northwestern University, University of Florida og University of Maryland. Þjálfararnir eru mættir til að skoða bæði leikmenn fyrir árin 2019 og 2020 og þeir eru bæði að leita að stelpum og strákum. Það er því mikið í húfi fyrir það íslenska knattspyrnufólk sem stefnir á að vinna sér inn skólastyrk í skemmtilegum skóla á skemmtilegum stað. En þau eru líka að taka áhættu með því að taka þátt í þessum leikjum. „Samningsbundnir leikmenn þurfa að hafa heimild frá sínu félagi til að taka þátt í sýningarleikjum,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar frá Knattspyrnusambandi Íslands og þar kemur líka fram að aðildarfélögum KSÍ ber ekki að greiða kostnað sem hlýst vegna meiðsla leikmanna sem kunna að eiga sér stað í slíkum sýningarleikjum. „Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga skulu tryggingar, sem aðildarfélög ganga frá fyrir samningsbundna leikmenn sína, ná yfir slys og meiðsli við æfingar, keppni, ferðir og starf í tengslum við félagið og KSÍ. Reglugerðin kveður því ekki á um að samningsbundnir leikmenn séu tryggðir við æfingar, keppni, ferðir og starf á öðrum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu KSÍ og þetta á líka við með endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ. „Að auki er rétt að benda á að endurgreiðslur úr íþróttaslysasjóði ÍSÍ ná heldur ekki til kostnaðar sem kann að hljótast vegna meiðsla í slíkum sýningarleikjum. Íþróttaslysasjóður ÍSÍ tekur einungis til slysa við keppni á vegum íþróttafélaga svo og skipulagðar íþróttaæfingar sem haldnar eru á vegum þessara aðila, undir stjórn þjálfara með það að markmiði að taka þátt í keppni.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira