Efling hafrannsókna Kristján Þór Júlíusson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegur Skoðun Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sú umræða sem átti sér stað í upphafi þessa árs um fjárframlög til Hafrannsóknastofnunar var til þess fallin að varpa skýru ljósi á ýmsa veikleika varðandi það hvernig stofnunin hefur verið fjármögnuð undanfarin ár. Ber þar helst að nefna þá staðreynd að stofnunin hefur verið háð sértekjum sem fást af afla sem veiddur er umfram heimildir en þær tekjur hafa lækkað til muna á síðustu árum og eru grunnur þess niðurskurðar sem blasti við stofnuninni í upphafi þess árs. Samhliða því að tryggja að Hafrannsóknastofnun geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki með forsvaranlegum hætti á þessu ári hefur undanfarna mánuði verið unnið að breytingu á þessu fyrirkomulagi þannig að stofnunin verði til framtíðar fjármögnuð með öðrum og ábyrgari hætti. Markmið mitt er að Hafrannsóknastofnun verði ekki háð sveiflukenndum tekjustofnum með tilheyrandi óvissu fyrir kjarnastarfsemina. Fyrrgreind umræða dró jafnframt fram hversu mikill einhugur ríkir um að við Íslendingar stundum öflugur hafrannsóknir enda eru þær forsenda sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingar auðlinda hafsins. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um eflingu hafrannsókna og hafa þegar verið stigin markverð skref í þá veru. Þetta birtist meðal annars í auknum fjármunum til hafrannsókna í fjárlögum síðasta árs en þeir fjármunir nýttust m.a. til að fjármagna ráðningu þriggja sérfræðinga til að efla loðnurannsóknir. Einnig má nefna samhljóða ákvörðun Alþingis í sumar um að hafin verði smíði hafrannsóknaskips en sú ákvörðun markar tímamót í hafrannsóknum Íslendinga. Á þessu ári verða settar 300 milljónir í smíði skipsins og 3,2 milljarðar til viðbótar árin 2020 og 2021. Loks má nefna að Hafrannsóknastofnun mun síðar á þessu ári flytja í nýtt húsnæði í Hafnarfirði sem er sérhannað fyrir starfsemina auk þess sem starfsemin á höfuðborgarsvæðinu færist á einn stað. Þrátt fyrir jákvæð skref í eflingu hafrannsókna á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar er verkefninu hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram á þessari braut enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil og undir þeirri ábyrgð verður staðið.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar