Guðmundur: Þetta er algjörlega glórulaust Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 19:00 Guðmundur Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af álagi leikmanna. vísir/getty Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið mætir Brasilíu í síðasta leik sínum á HM 2019 í handbolta á morgun. Álagið hefur verið gríðarlega mikið á liðinu og hefur það tekið sinn toll. Strákarnir okkar fengu algjöran hvíldardag í gær sem var ansi kærkominn. Þeir eru búnir að spila undir brjáluðu leikjaálag sem er eitthvað sem Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við. Hann vill að handboltahreyfingin fari að tala um þetta en hann virðist vera einn af þeim fáu sem eitthvað þorir að segja. „Það eru allir þjálfararnir sammála um þetta en það er þannig að enginn gerir neitt og fáir segja neitt. Ég er einn af fáum sem hefur verið að benda á þetta. Það er eins og sumir séu hræddir við að tjá sig eins og þeir telja sig í hættu að fara í ónáð einhversstaðar. Mér er bara alveg sama um það af því að ég held að ég sé að benda á þarfa staðreynd. Það er mikilvægt að þessu verði breytt á næsta móti,“ segir GuðmundurFyrirliðinn Aron Pálmarsson varð frá að hverfa í hálfleik á móti Þýskalandi vegna meiðsla.vísir/gettyGuðmundur sendi mótshöldurum og handboltaforystunni væna pillu á blaðamannafundi eftir tapið gegn Frakklandi á sunnudaginn enda að spila þar án tveggja bestu leikmanna íslenska liðsins, Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, sem báðir lentu í álagsmeiðslum. „Ég er mjög hissa á þessu verð ég að segja. Bara til dæmis erum við búnir að spila sex leiki á átta dögum frá sunnudegi til sunnudags. Það sér það hver maður að þetta er algjörlega glórulaust. Ég kalla bara eftir því að menn fari að hugsa um heilsu leikmannanna vegna þess að það er ekki hægt að bjóða upp á þetta“ segir Guðmundur. Það sér ekki fyrir endann á þessari vitleysu því fjölga á liðum úr 24 í 32 fyrir næsta heimsmeistaramót og ekki er verið að lengja gluggann sem mótið er spilað í. „Það sem ég held að hafi gerst er að félagsliðin eru að setja landsliðunum þrengri skorður og þá er verið að pakka þessu öllu saman á enn styttri tíma. Það er hluti vandans. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það er ekki betra fyrir leikmenn félaganna að spila svona marga leiki á stuttum tíma. Það er bara verulega slæmt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Þetta er of mikið
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30 Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Aron Pálmars búinn að koma okkur oftast yfir á HM 2019 Aron Pálmarsson er sá leikmaður sem hefur komið íslenska handboltalandsliðinu oftast í forystu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku. 22. janúar 2019 16:30
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00