Þegar spurt er um heilsugæslustöðvar kemur í ljós að mun hærra hlutfall lækna, eða 76%, vill að fleiri en ríkið reki þær.

Ólaunaðar vinnustundir og undirmönnun
Tæplega helmingur lækna segist vinna 1-4 ólaunaðar vinnustundir á viku. Tæplega þriðjungur segist vinna 5-8 klukkustundir vikulega án launa og tæp 10% lækna vinna 9 stundir eða fleiri á viku launalaust.Um þrír af hverjum fjórum læknum telja of fáa lækna á vinnustaðnum miðað við vinnuálag. Svipað hlutfall lækna finnst heildarmönnun á vinnustaðnum ekki í samræmi við þörf.

Meira álag en talið var
Alma Dagbjört Möller landlæknir segir að þegar tveir þriðju hlutar lækna segjast vera undir of miklu álagi sé það meira en nokkur átti von á.Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir óhjákvæmilegt að taka niðurstöður könnunarinnar upp í kjaraviðræðum sem eru framundan. „Við þurfum að tryggja að læknar séu ekki að vinna svona mikið.“