Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 08:00 Patrick Wiencek var ekki vinsæll á Íslandi um síðustu helgi. vísir/getty Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Fáir mótherjar íslenska landsliðsins í handbolta hafa fengið jafn rækilega á baukinn og Patrick Wiencek, línumaður þýska landsliðsins, sem spilaði frábæra vörn í 24-19 sigri liðsins gegn strákunum okkar síðastliðinn laugardag. Wiencek hefur lengi verið þekktur fyrir sérstakt útlit en hann er með mikinn karakter í andlitinu og svakalega ljóst hár. Hann er svo naut af burðum og frábær handboltamaður. Eitthvað fór hann og frammistaða hans illa í íslensku þjóðina sem lét hann heyra það á Twitter á meðan leik stóð um helgina.Menn eru greinilega eitthvað ósammála mér um ágæti Wiencek #HmRuvpic.twitter.com/1CxuY9Ih2i — Matthías Tim (@matthiastimruhl) January 19, 2019.......#hmruv#handboltipic.twitter.com/hYgwAy1k2I — Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) January 19, 2019Þessi gæji er vondi kallinn í öllum Leathal Weapon myndunum #hmruvpic.twitter.com/mbuICGHBx0 — Martin Sindri (@martinsindri) January 19, 2019 Wiencek spilar með Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, landsliðsmanni Íslands, hjá þýska stórliðinu Kiel og var móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fljót að taka upp hanskann fyrir þýska risann. Hún svaraði tísti landsliðsmannsins í fótbolta, Ólafs Inga Skúlasonar, með þeim orðum að Wiencek hafi verið fyrsti maðurinn til að koma Gísla til aðstoðar þegar að hann var að flytja til Kiel.Frábær drengur. Mætti fyrstur til að hjálpa Gísla Þorgeiri við flutningana til Kiel. Ljúfur sem lamb. Og stór er hann. — þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 20, 2019 Gísli hló, aðspurður út í þetta mál, þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í gærkvöldi en hann ætlar að fara yfir þetta með línumanninum á æfingu eftir HM. „Hann var smá misskilinn þennan dag. Ég ætla að sýna honum þetta á æfingu eftir mótið og sjá hvað hann segir,“ segir Gísli Þorgeir. Allt viðtalið við Gísla má sjá hér að neðan.Klippa: Gísli Þorgeir - Viljum vinna Brasilíu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira