Leti oftast ástæðan fyrir því að ökumenn skafa ekki rúður Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 20:54 Hægt er að sekta ökumenn sem skafa ekki nægilega af rúðum eða ljósum bíla sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Algengasta ástæðan sem ökumenn sem skafa ekki snjó af rúðum bíla sinna gefa upp fyrir því er leti, að sögn sérfræðings tryggingafélagsins VÍS í forvörnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á Hringbraut í morgun og skikkaði hann til að skafa. Fréttin af ökumanninum kom fast á hæla annarrar af bíl með allar rúður þaktar snjó sem var ekið fram hjá Háteigsskóla í gær. Ökumaðurinn hafði aðeins skafið lítið gægjugat á fram- og afturrúðu bílsins til að sjá út. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur VÍS í forvörnum einstaklinga, að í flestum tilfellum gefi ökumenn upp þá ástæðu að þeir hafi annað hvort ekki nennt eða viljað gefa sér tíma til að skafa af bílum sínum. „Gegnumgangandi er það bara ástæðan,“ sagði hún. Benti Sigrún á að hægt væri að sekta ökumenn fyrir að tryggja ekki að nægilegt útsýni sé út um glugga bifreiðar þeirra eða sýnileika ljósa. Ökumenn séu sérstaklega gjarnir á að sleppa því að skafa af ljósum bíla sinna. Tvímælalaust sé hægt að tengja óhöpp og slys við að ökumenn hafi ekki skafið nægilega vel af bílrúðum. Það eigi ekki aðeins við um snjó heldur líka móðu á rúðum sem byrgi ökumönnum sýn. „Auðvitað geta verið þannig aðstæður að þú þarft að hafa fyrir að taka þetta en það skiptir ótrúlega miklu máli að þú sjáir bílana í kringum þig og líka bara gangandi og hjólandi vegfarendur,“ sagði Sigrún. Fagnaði hún því að lögreglan hefði skikkað ökumanninn til að skafa á Hringbrautinni í morgun. „Ef ekkert slíkt er gert þá eru bara auknar líkur á að fólk láti þetta við gangast og taki ekki allan hringinn af rúðunum,“ sagði Sigrún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08 Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er rosalegt“ Foreldrar sem eiga börn í Háteigsskóla hafa um nokkurt skeið reynt að vekja athygli á því að ökumenn keyri of hratt í námunda við Háteigsskóla þar sem börn eru á ferli. Andrea segir að hún hafi margsinnis séð ökumenn keyra of hratt en að þessi ökumaður, sem hafði nánast ekkert útsýni, hafi slegið öll met í kæruleysi. 21. janúar 2019 23:08
Skikkaður til að skafa og olli umferðarteppu á Hringbraut Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk afar hægt í morgun en snjó hefur kyngt niður síðan í gær. 22. janúar 2019 10:32