Segir starfsmennina ekki taka við mútum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2019 16:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira