Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Sveinn Arnarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti tillögur aðgerðahópsins. Fréttablaðið/Stefán Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira