Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 14:36 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54