Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 14:36 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54