Forherðing Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, hefur aldrei verið óumdeildur stjórnmálamaður og skamma má hann fyrir ýmislegt. Hann á þó ekki skilið þá skammardembu sem hann fær nú yfir sig frá þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum sem áður tilheyrðu Flokki fólksins, en standa nú utan flokka. Tilefnið er kosning á sérstökum varaforsetum sem eiga að fara með Klaustursmálið. Þingmennirnir sem nú skammast í Steingrími eru einmitt þeir sömu og sátu að sumbli á Klausturbarnum og dunduðu sér við að klæmast. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þessir þingmenn vilji að sem minnst sé um framkomu þeirra á barnum talað, hvað þá að hún fái sérstaka umfjöllun þingsins. Samt mætti ætla að þeir sæju einlæglega eftir því að hafa orðið sjálfum sér til minnkunar með framkomu sinni á barnum. Iðrunar verður þó ekki vart, þeim virðist fyrirmunað að sýna hana, forherðing þeirra er næstum algjör. Í stað þess að vera skömmustulegir á þingi rífa þeir þar kjaft og telja sig hafa fundið illgjarnan og hefnigjarnan óvin í forseta þingsins. Furðulegt var að fylgjast með framgöngu þessara þingmanna á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Veruleikafirring þeirra var algjör. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson brást við eins og hann gerir ætíð þegar hann mætir mótlæti, lýsti sér sem saklausu fórnarlambi pólitískra andstæðinga sem finni sérstaka lífsfyllingu í því að ofsækja hann. Þeir þingmenn Fólks flokksins sem sátu á Klausturbarnum, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru nokkuð umkomulausir á þingi eftir að hafa verið reknir úr flokknum. Þeir hafa bent á að þeir hafi haft sig lítið í frammi á Klausturbarnum. Það er rétt hjá þeim, þeir voru ekki að klæmast þar. Í tali á barnum var þó sitthvað sem gaf til kynna að þeir vildu heldur vera í Miðflokknum en í Flokki fólksins. Sú þrá endurspeglaðist í tali þeirra á þingi síðastliðinn þriðjudag en þar var engu líkara en þeir væru gengnir í björg með Sigmundi Davíð. Hvernig er á annan hátt hægt að skilja yfirlýsingu Ólafs Ísleifssonar þegar hann sagði í pontu þingsins um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að láta kjósa varaforseta til að fara með Klausturmálið: „Forseti Alþingis er að kalla yfir Alþingi þvílíka smán og niðurlægingu og yfir sjálfan sig blett á sinni forsetatíð.“ Nú skal spurt: Hvaða þingmenn hafa ekki kallað smán og niðurlægingu yfir sjálfan sig og sett blett á starfsferil sinn með orðum sínum og gjörðum, ef ekki einmitt þingmennirnir sem sátu á Klausturbar? Nokkrir þingmenn sem sátu á Klausturbarnum töluðu í umræðum um valdníðslu forseta þingsins. Karl Gauti Hjaltason lýsti síðan yfir vanþóknun sinni á því að þurfa að „standa í þessu máli og þurfa að taka þátt í argaþrasi um akkúrat ekki neitt nema ónýtt mál“. Eftir málflutning Miðflokksmanna og hinna óháðu þingmanna, sem í huganum eru greinilega gengnir í Miðflokkinn, er ljóst að þessir einstaklingar koma ekki auga á alvarleika Klaustursmálsins. Iðrun er ekki til í þeirra orðabók.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun