Handbolti

Óli Guðmunds: Ekki nóg á tankinum fyrir sigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur lætur vaða í dag.
Ólafur lætur vaða í dag. vísir/getty
Ólafur Andrés Guðmundsson var að vonum svekktur eftir tapið gegn Brasilíu í Þýskalandi í dag.

„Þetta var svekkjandi því okkur langaði að vinna og enda með sigri. Það var ekki nóg á tankinum fyrir sigri. Við spiluðum ekki nægilega vel,“ sagði Ólafur við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn í Köln.

„Það var ströggl í byrjun en karakter að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn. Fínt að vera með jafna stöðu í hálfleik miðað við hvernig þetta byrjaði. Við byrjum svo aftur illa í seinni og erum alltaf að elta. Því miður náðum við ekki að spila okkar besta leik í dag.“

Skyttan segir að liðið hafi aldrei misst trúna á verkefninu og þeir héldu áfram allt til enda.

„Mér leið eins og við gætum unnið. Höfðum alltaf trú en fengum á okkur klaufaleg mörk og vorum í vandræðum með að skora. Því miður féll þetta ekki með okkur.“

Klippa: Viðtal við Ólaf Guðmundsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×