Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. janúar 2019 19:00 Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet. Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Íranskur hælisleitandi, sem er bæði andlega og líkamlega veikur, er nú á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist ekki fá nauðsynlega læknisaðstoð. Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri en áfallateymi rauðakrossinn var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan. Mohsen Parnian, hælisleitenda fráÍran, dvelur hér í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar á Grensásvegi. Hann sótti um hæli hér á landi fyrir um sex mánuðum en hann flúði heimalandið vegna pólitískra ofsókna. Mohsen er á tólfta degi hungurverkfalls en hann segist vera að mótamæla því að hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð. „Ég er með mjög slæma gyllinægð. Ég er með mjög mikla verki og það blæðir mikið og ég verð að komast í aðgerð,“ segir Mohsen en hann á erfitt með að ganga vegna verkja. Þá glími hann við andleg veikindi en hann segist ekki fá þau lyf sem hann vantar. „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða. Svo get ég ekki borðað því ef ég borða þarf ég að gera þarfir mínar og það er hræðilega vont,“ segir Mohsen.Áshildur Linnet, verkefnastjóri Rauða krossinsRauði krossinn með áhyggjur af manninum Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum er Mohsen metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur. Vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. „Starfsmenn útlendingastofnunar hafa verið að reyna þoka þessum heilbrigðismálum hans áfram og það tekur langan tíma og það er auðvitaðþað sem reynist honum mjög þungbært. Hann auðvitað er sárþjáður alla daga og við höfum alltaf áhyggjur af þvíþegar skjólstæðingar okkar eru komnir í svona mikiðöngstræti og grípur til örþrifaráða eins og íþessu tilfelli,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri Þá segir hún að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið eins þung eins og nú. „Við sjáum aukin einkenni alvarlegrar depurðar og sjálfskaðandi hegðunar var meira áberandi árið 2018 heldur en hefur veriðáður og áfallahjálparteymi rauða krossins var kallað mun oftar út en verið hefur,“ segir Áshildur en formleg útköll eymisins voru 26 í fyrra en aðeins 9 áriðáður. „Við erum að fá meira af fólki frá stríðshrjáðum svæðum og meira af fólki sem hefur orðið fyrir miklum áföllum á sinni flóttamannaleið,“ segir Áshildur Linnet.
Flóttamenn Heilbrigðismál Hælisleitendur Íran Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira