Lewis Clinch fær ekki leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 10:30 Lewis Clinch. vísir/bára Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00
Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti