Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2019 20:15 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra þótti mönnum heldur lítið vera að gerast í framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga. Tölurnar sem teknar voru saman í dag frá opinberum aðilum eru hins vegar risastórar:Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, sem fram fór á Grand hótel Reykjavík í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Um 128 milljarðar, sem stærstu aðilarnir vilja bjóða út á þessu ári. Það er tæplega fimmtíu milljarða aukning milli ára,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir þetta verða metár í byggingum í borginni. Í Úlfarsárdal eigi að byggja skóla, sundlaug og menningarmiðstöð og nýtt knatthús verði reist fyrir ÍR og Breiðholtið. „En svo er náttúrlega verið að byggja mjög mörg íbúðahverfi,“ segir Dagur og nefnir Vogabyggð, Kirkjusand og Gufunes. „Þannig að það er mjög margt í gangi á þessu mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsir framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Framkvæmdasýslu ríkisins verður mikil aukning miðað við síðustu tvö ár, þegar framkvæmdir námu í kringum tólf milljarða króna hvort ár. Núna fara þær í rúma nítján milljarða króna. „Þannig að það er þarna aðeins gefið í. Það helgast helst af uppsteypu meðferðakjarna Landspítalans,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Vegagerðin hyggst bjóða út verkefni fyrir tuttugu milljarða króna í viðhaldi og nýframkvæmdum. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð stærsta verkið, upp á tvo og hálfan milljarð króna. En er 62 prósenta aukning á framkvæmdum opinberra aðila milli ára áhyggjuefni eða fagnaðarefni? „Ég held að þetta sé mjög mikið fagnaðarefni. Íbúðarhúsnæðið er mjög kærkomið og mikilvægt að það sé að koma inn á svo stórum skala,“ svarar borgarstjórinn. „Við fögnum því að sjálfsögðu að við séum að fá auknar fjárheimildir til framkvæmda,“ svarar fulltrúi Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.-Þetta er ekki ávísun á kollsteypu og verðbólgu? „Nei, ég held að þetta sé góður tími til framkvæmda. Það er auðvitað að hægjast á gangi hagkerfisins,“ svarar framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég tel að þetta sé að koma inn á ansi góðum tíma í hagkerfinu,“ svarar forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Fjárlög Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira