Gunnar Berg: Það er lengra í land en við þorðum að vona Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 20:00 Gunnar Berg Viktorsson. vísir/skjáskot Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira