Spilaði leik í undankeppni HM með bleyju og sagði frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:00 Frá landsleik Singapúr og Íran. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Knattspyrnumenn þurfa oft að harka af sér þegar mikilvægi leikjanna kallar á slíkt. Dæmin eru mýmörg en ein saga frá undankeppni HM fer langt með að slá allar hinar út. John Wilkinson, fyrrum miðjumaður Exeter City, hefur sagt frá ótrúlegum aðstæðum sem hann var á sínum tíma í mikilvægum leik með landsliði Singapúr í undankeppni HM. John Wilkinson hafði flutt til Singapúr árið 2002, gifst singapúrski konu og fengið singapúrskt ríkisfang. Hann var með landsliðinu þegar liðið mætti Tadsíkistan í undankeppni HM í Suður-Afríku. Þetta var árið 2007 og nú hefur Wilkinson sagt söguna af sér og liðsfélögum sínum í þessum leik fyrir rúmum ellefu árum síðan.A World Cup qualifier. In front of 21,000 people. During a particularly nasty bout of food poisoning?! Yeah, that happenedhttps://t.co/TuVvEI3xMspic.twitter.com/tRLpWsaZpO — BBC Sport (@BBCSport) January 25, 2019 Nokkrir leikmenn landsliðs Singapúr fengu slæma matareitrun í aðdraganda leiksins og eyddi mestum tíma sínum fram að leik á klósettinu. Leikurinn fór fram fyrir framan 21 þúsund manns og liðið mátti alls ekki við að missa þessa veiku leikmenn. Þeir ákváðu þá að harka af sér en þurftu samt smá öryggi ef að næsta „magasprengja“ kæmi. „Við lentum í hræðilegri matareitrun í Tadsíkistan og nokkrir okkar þurftum að spila með fullorðinsbleyjur í leiknum,“ sagði John Wilkinson í viðtali við BBC World Service Sport. „Við ræddum við dómarann fyrir leikinn og útskýrðum fyrir honum stöðuna og hvað væri vandamálið. Hann sagði okkur líka að láta sig fljótt vita ef náttúran kallaði,“ sagði Wilkinson. „Allan leikinn þá vorum við að hlaupa út af vellinum til að tæma bleyjurnar okkar og hlaupa síðan út á völlinn aftur. Þetta var fáránlegt,“ sagði Wilkinson. „Við vorum að æla út um allan völl. Þetta var erfiðasti leikurinn sem ég hef spilað á ævinni,“ sagði Wilkinson. Singapúr lenti 1-0 undir í leiknum og þá hefðu nú flest lið misst móðinn í slíkum aðstæðum en John Wilkinson og félögum tókst að jafna metin og tryggja sér 1-1 jafntefli. Liðið komst því áfram í næstu umferð þökk sé fórnfýsi sinna leikmanna í mjög erfiðum og vandræðalegum aðstæðum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira