Draga 156 af 237 uppsögnum til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:24 Sigþór Kristinn Skúlason framkvæmdastjóri Airport Associates. Vísir/Sighvatur Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11