Danir burstuðu heimsmeistarana og eru komnir í úrslit á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 25. janúar 2019 17:52 Rasmus Lauge fagnar marki í kvöld. vísir/epa Danmörk er komið í úrslitaleikinn á HM í handbolta eftir að hafa rúllað yfir ríkjandi heimsmeistara, Frakka, er liðin mættust í Hamburg í kvöld. Lokatölur 38-30. Danirnir gáfu tóninn strax frá upphafi. Þeir leiddu 6-4 og svo 10-7. Þeir gáfu svo heldur betur í fyrir lok fyrri hálfleiks en þeir skoruðu 21 mark í fyrri hálfleik gegn sextán mörkum Fraka. Niklas Landin var ekki að finna sig í markinu hjá Dönum en Jannick Green kom inn í markið og fann sig vel. Frönsku markverðirnir voru með skelfilega markvörslu. Þeir voru samanlagt búnir að verja eitt skot er 40 mínútur voru komnar á klukkuna. Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana og leiddi sóknarleik liðsins. Hann var kominn með níu mörk eftir 34 mínútur en er stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Danirnir með tíu mörkum. Það var mesta forysta Dana í leiknum en þá var leiknum svo gott sem lokið. Í raun formsatriði fyrir Danina að klára leikinn á þeim tímapunkti og munurinn varð að endingu átta mörk, 38-30. Þeir eru því komnir í úrslitaleikinn, sem leikinn verður í Danmörku, á sunnudag. Mótherjinn verður annað hvort Þýskaland eða Noregur en þau mætast í kvöld. Eins og áður hefur verið nefnt þá fór Mikkel Hansen fyrir frábæru dönsku liði. Hann endaði með því að skora tólfta mörk og gaf annað eins af frábærum stoðsendingum. Stórkostlegur. Næstur kom Rasmus Lauge með sex mörk. Í liði Frakka voru það afar fáir sem náðu sér á strik. Nikola Karabatic fann sig engan veginn en markahæstur var Kentin Mahe með átta mörk. Melvyn Richardson gerði sex mörk. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Danmörk er komið í úrslitaleikinn á HM í handbolta eftir að hafa rúllað yfir ríkjandi heimsmeistara, Frakka, er liðin mættust í Hamburg í kvöld. Lokatölur 38-30. Danirnir gáfu tóninn strax frá upphafi. Þeir leiddu 6-4 og svo 10-7. Þeir gáfu svo heldur betur í fyrir lok fyrri hálfleiks en þeir skoruðu 21 mark í fyrri hálfleik gegn sextán mörkum Fraka. Niklas Landin var ekki að finna sig í markinu hjá Dönum en Jannick Green kom inn í markið og fann sig vel. Frönsku markverðirnir voru með skelfilega markvörslu. Þeir voru samanlagt búnir að verja eitt skot er 40 mínútur voru komnar á klukkuna. Mikkel Hansen var stórkostlegur í liði Dana og leiddi sóknarleik liðsins. Hann var kominn með níu mörk eftir 34 mínútur en er stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Danirnir með tíu mörkum. Það var mesta forysta Dana í leiknum en þá var leiknum svo gott sem lokið. Í raun formsatriði fyrir Danina að klára leikinn á þeim tímapunkti og munurinn varð að endingu átta mörk, 38-30. Þeir eru því komnir í úrslitaleikinn, sem leikinn verður í Danmörku, á sunnudag. Mótherjinn verður annað hvort Þýskaland eða Noregur en þau mætast í kvöld. Eins og áður hefur verið nefnt þá fór Mikkel Hansen fyrir frábæru dönsku liði. Hann endaði með því að skora tólfta mörk og gaf annað eins af frábærum stoðsendingum. Stórkostlegur. Næstur kom Rasmus Lauge með sex mörk. Í liði Frakka voru það afar fáir sem náðu sér á strik. Nikola Karabatic fann sig engan veginn en markahæstur var Kentin Mahe með átta mörk. Melvyn Richardson gerði sex mörk.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira