Körfubolti

Tindastóll þéttir raðirnar: Nýr bakvörður á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ojo í leik með Florida State háskólanum.
Ojo í leik með Florida State háskólanum. vísr/getty
Eftir einn sigur í fyrstu fjórum leikjunum eftir áramót hefur Tindastóll í Dominos-deild karla ákveðið að þétta raðirnar og fengu í dag nýjan leikmann.

Bakvörðurinn Michael Ojo hefur samið við Tindastól út tímabilið en hann er með mikla reynslu. Hann er fjölhæfur og er tæpir tveir metrar, eða 195 sentímetrar.

„Ojo mun koma til liðsins á næstu dögum og bjóðum við þennan leikmann velkominn í Skagafjörðinn,“ sagði í tilkynningu frá Tindastól fyrr í dag en Ojo á að styrkja lið Tindastóls til muna.

Tindastóll spilar við topplið Njarðvíkur síðar í kvöld en leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni lýsingu í Boltavaktinni. Leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á Sportinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×