Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2019 07:00 Frosti er fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
„Mér finnst bara forgangsröðunin röng. Það er ekki kominn tími til að fara að leggja í sjóð erlendis. Ég skil það að mönnum gengur gott til en þetta er ekki góð ráðstöfun að mínu mati,“ segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, um frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð. Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu. Hann segir að það sé mikilvægara að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem séu 600 milljarðar auk þess sem lífeyrisskuldbindingar nemi um 620 milljörðum. „Þessar skuldir bera allar vexti sem skattgreiðendur þurfa að bera.“ Nú þegar eigi ríkið hreinan gjaldeyrisvaraforða upp á 670 milljarða en markmiðið sé að framtíðarstærð þjóðarsjóðsins verði 250-300 milljarðar. Samkvæmt frumvarpinu er markmið sjóðsins að treysta stöðu ríkissjóðs til að geta mætt ófyrirséðum áföllum. „Ég spyr mig að því hvort við séum búin að gera allt annað sem þarf að vera til taks. Við höfum ekki fjárfest í þeim öryggis- og viðlagabúnaði sem þarf í landi þar sem náttúruhamfarir eru tíðar.“ Í því samhengi nefnir hann nauðsyn þess að koma upp varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll og uppbyggingu raforku- og heilbrigðiskerfisins. „Svo er óþarfi að setja sérstaka stjórn yfir svona sjóð. Seðlabankinn er að varsla 700 milljarða sjóði og er með allan búnað og þekkingu til þess. Að mínu mati eru fjárfestingarheimildir sjóðsins samkvæmt frumvarpinu líka mjög glannalegar.“ Vísar Frosti í ákvæði um hámarksávöxtun og heimild til að taka áhættu með afleiðuviðskiptum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira