Óhugnanlegar lýsingar á meintum kynferðisbrotum Jacksons í nýrri heimildarmynd Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2019 11:57 Michael Jackson sést hér leiða James Safechuck á leiksýningu árið 1988. Með þeim á myndinni er söng- og leikkonan Liza Minelli. Getty/Ron Galella Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem frumsýnd var á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær. Mennirnir halda því fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn og rekja brotin í miklum smáatriðum í myndinni. Jackson lést árið 2009 en ásakanir um meint kynferðisbrot hans gegn ungum drengjum hafa lengi loðað við hann og feril hans. Hann þvertók þó ætíð fyrir allt slíkt á meðan hann lifði. Þekktasta dæmið er líklega frá árinu 1993 en þá var hann sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þrettán ára pilti, árið 1993 og vakti málið heimsathygli. Jackson og fjölskylda Chandler komust loks að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á 23 milljónir Bandaríkjadala. Í Leaving Neverland er rætt við þá Wade Robson og James Safechuck sem halda því báðir fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjöflarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Lét drenginn „giftast“ sér Báðir rekja þeir meint ofbeldi í miklum smáatriðum en rétt er að vara lesendur við lýsingum á ofbeldinu sem fjallað er um hér á eftir. Lýsingarnar eru byggðar á umfjöllun Variety en myndin er enn ekki komin í almennar sýningar. Þannig segist Safechuck hafa haft mikinn áhuga á skartgripum sem barn og heldur því fram að Jackson hafi nýtt sér áhugann í annarlegum tilgangi. Þannig hafi hann farið ítrekað með sig í skartgripaverslanir og látið sig máta hringa, armbönd og aðra gripi. Í einni slíkri verslunarferð hafi Jackson keypt demantsskreytt gullarmband handa Safechuck og gefið honum við einhvers konar giftingarathöfn, þar sem bæði Jackson og Safechuck fóru með brúðkaupsheit.Wade Robson bar vitni Jackson til varnar er hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng árið 2005. Robson steig svo fyrst fram árið 2013 og sagði Jackson þá hafa misnotað sig.Getty/Connie AramakiÞá segir Robson að Jackson hafi keypt handa sér faxtæki þegar hann var sjö ára og þangað hafi sá síðarnefndi sent löng ástarbréf. „Ég elska þig litli minn. Gerðu mig hamingjusaman og vertu bestur,“ segir í einu bréfinu. Fjölmörg slík bréf eru sýnd í myndinni, auk sjálfsmynda sem Jackson teiknaði handa Robson.Þvingaði hann til að henda blóðugum nærbuxum Að sögn Safechuck fór ofbeldið fram í fjölmörgum krókum og kimum Neverland-búgarðsins, hinu sögufræga heimili tónlistarmannsins. Jackson hafi til að mynda misnotað hann inni í læstum kassa í bíósal á heimilinu sem búinn var skyggðu gleri þannig að ekki væri hægt að gægjast inn í hann. Einnig hafi Jackson brotið kynferðislega á honum í rúmi uppi á leynilegu háalofti og í tjöldum sem komið var fyrir í garðinum. Þá heldur Robson því fram að Jackson hafi brotið á sér í síðasta skiptið árið 1997, þegar sá fyrrnefndi var fjórtán ára. Á þeim tímapunkti hafði Jackson þegar samið við fjölskyldu Jordy Chandler og þá voru einnig nokkur ár síðan þeir Robson og Jackson hittust síðast. Robson segir Jackson hafa boðið sér upp á hótelherbergi í Los Angeles og reynt þar að hafa samfarir við sig í gegnum endaþarm en hætt við þegar Robson fór að finna til. Næsta dag hafi Jackson boðað drenginn til fundar við sig og beðið hann um að henda blóðugum nærbuxunum sem hann klæddist kvöldið áður. Robson segist hafa orðið við þeirri ósk. Áður en Leaving Neverland var frumsýnd í gær var áhorfendum tilkynnt um að boðið yrði upp á áfallahjálp vegna grófra lýsinga á kynferðisbrotum í myndinni, að því er fram kemur í frétt Variety. Eru áhorfendur jafnframt sagðir hafa verið afar slegnir við áhorfið. Hér að neðan má sjá viðtal bandaríska miðilsins TMZ við Wade Robson, annan mannanna sem rætt er við í Leaving Neverland. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frændi Michael Jackson ósáttur við Drake Frændi Michael Jackson er ekki ánægður með notkun Drakes á óútgefinni tónlist frænda síns. 1. júlí 2018 22:33 Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni Kanadíski tónlistamaðurinn Drake gaf út plötuna Scorpion í gær og sló þar með sölumet Spotify. 30. júní 2018 16:27 Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Hringdi í Matt Groening um miðja nótt og sagðist vilja vera með. 31. ágúst 2018 10:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem frumsýnd var á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær. Mennirnir halda því fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn og rekja brotin í miklum smáatriðum í myndinni. Jackson lést árið 2009 en ásakanir um meint kynferðisbrot hans gegn ungum drengjum hafa lengi loðað við hann og feril hans. Hann þvertók þó ætíð fyrir allt slíkt á meðan hann lifði. Þekktasta dæmið er líklega frá árinu 1993 en þá var hann sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þrettán ára pilti, árið 1993 og vakti málið heimsathygli. Jackson og fjölskylda Chandler komust loks að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á 23 milljónir Bandaríkjadala. Í Leaving Neverland er rætt við þá Wade Robson og James Safechuck sem halda því báðir fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn. Robson segist hafa verið fimm ára þegar hann kynntist Jackson á danssýningu og sá síðarnefndi hafi svo byrjað að brjóta á honum tveimur árum síðar. Safechuck var átta ára þegar hann var ráðinn í hlutverk barns í Pepsi-auglýsingu sem Jackson fór með aðalhlutverkið í. Náin vinátta tókst á með þeim í kjöflarið og um mánuði síðar hóf Jackson að beita hann meintu kynferðisofbeldi.Lét drenginn „giftast“ sér Báðir rekja þeir meint ofbeldi í miklum smáatriðum en rétt er að vara lesendur við lýsingum á ofbeldinu sem fjallað er um hér á eftir. Lýsingarnar eru byggðar á umfjöllun Variety en myndin er enn ekki komin í almennar sýningar. Þannig segist Safechuck hafa haft mikinn áhuga á skartgripum sem barn og heldur því fram að Jackson hafi nýtt sér áhugann í annarlegum tilgangi. Þannig hafi hann farið ítrekað með sig í skartgripaverslanir og látið sig máta hringa, armbönd og aðra gripi. Í einni slíkri verslunarferð hafi Jackson keypt demantsskreytt gullarmband handa Safechuck og gefið honum við einhvers konar giftingarathöfn, þar sem bæði Jackson og Safechuck fóru með brúðkaupsheit.Wade Robson bar vitni Jackson til varnar er hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng árið 2005. Robson steig svo fyrst fram árið 2013 og sagði Jackson þá hafa misnotað sig.Getty/Connie AramakiÞá segir Robson að Jackson hafi keypt handa sér faxtæki þegar hann var sjö ára og þangað hafi sá síðarnefndi sent löng ástarbréf. „Ég elska þig litli minn. Gerðu mig hamingjusaman og vertu bestur,“ segir í einu bréfinu. Fjölmörg slík bréf eru sýnd í myndinni, auk sjálfsmynda sem Jackson teiknaði handa Robson.Þvingaði hann til að henda blóðugum nærbuxum Að sögn Safechuck fór ofbeldið fram í fjölmörgum krókum og kimum Neverland-búgarðsins, hinu sögufræga heimili tónlistarmannsins. Jackson hafi til að mynda misnotað hann inni í læstum kassa í bíósal á heimilinu sem búinn var skyggðu gleri þannig að ekki væri hægt að gægjast inn í hann. Einnig hafi Jackson brotið kynferðislega á honum í rúmi uppi á leynilegu háalofti og í tjöldum sem komið var fyrir í garðinum. Þá heldur Robson því fram að Jackson hafi brotið á sér í síðasta skiptið árið 1997, þegar sá fyrrnefndi var fjórtán ára. Á þeim tímapunkti hafði Jackson þegar samið við fjölskyldu Jordy Chandler og þá voru einnig nokkur ár síðan þeir Robson og Jackson hittust síðast. Robson segir Jackson hafa boðið sér upp á hótelherbergi í Los Angeles og reynt þar að hafa samfarir við sig í gegnum endaþarm en hætt við þegar Robson fór að finna til. Næsta dag hafi Jackson boðað drenginn til fundar við sig og beðið hann um að henda blóðugum nærbuxunum sem hann klæddist kvöldið áður. Robson segist hafa orðið við þeirri ósk. Áður en Leaving Neverland var frumsýnd í gær var áhorfendum tilkynnt um að boðið yrði upp á áfallahjálp vegna grófra lýsinga á kynferðisbrotum í myndinni, að því er fram kemur í frétt Variety. Eru áhorfendur jafnframt sagðir hafa verið afar slegnir við áhorfið. Hér að neðan má sjá viðtal bandaríska miðilsins TMZ við Wade Robson, annan mannanna sem rætt er við í Leaving Neverland.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Frændi Michael Jackson ósáttur við Drake Frændi Michael Jackson er ekki ánægður með notkun Drakes á óútgefinni tónlist frænda síns. 1. júlí 2018 22:33 Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni Kanadíski tónlistamaðurinn Drake gaf út plötuna Scorpion í gær og sló þar með sölumet Spotify. 30. júní 2018 16:27 Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Hringdi í Matt Groening um miðja nótt og sagðist vilja vera með. 31. ágúst 2018 10:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Frændi Michael Jackson ósáttur við Drake Frændi Michael Jackson er ekki ánægður með notkun Drakes á óútgefinni tónlist frænda síns. 1. júlí 2018 22:33
Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni Kanadíski tónlistamaðurinn Drake gaf út plötuna Scorpion í gær og sló þar með sölumet Spotify. 30. júní 2018 16:27
Höfundur Simpsons-þáttanna áréttar að Michael Jackson ljáði persónu rödd sína Hringdi í Matt Groening um miðja nótt og sagðist vilja vera með. 31. ágúst 2018 10:18