Innlent

Tíðari líffærabilun af völdum sykursýki og áfengisdrykkju

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjúkdómum sem valda líffærabilunum fer ört vaxandi og þess vegna má búast við því að á næstu árum verði eftirspurnin eftir líffæraígræðslum meiri.
Sjúkdómum sem valda líffærabilunum fer ört vaxandi og þess vegna má búast við því að á næstu árum verði eftirspurnin eftir líffæraígræðslum meiri. Vísir/Getty
Líffærabilun af völdum sykursýki og áfengisdrykkju færist sífellt í aukana hér á landi að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis á lyflækningasviði Landspítalans. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Runólfur segir að hér á Íslandi hafi verið gerðar 109 líffæraígræðslur frá lifandi líffæragjöfum frá árinu 2003.

„Við þurfum enn þá á samstarfi við erlend sjúkrahús að halda varðandi ígræðslur líffæra úr látnum“.

Sjúkdómum sem valda líffærabilun fer ört vaxandi og þess vegna má búast við því að á næstu árum verði eftirspurnin eftir líffæraígræðslum meiri.

Um áramótin síðustu tók gildi ný löggjöf sem gerir ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar ef annað hafi ekki verið skráð. Læknar binda miklar vonir við lagabreytinguna því Runólfur segir að það sé mikilvægt að líffæragjöfum fjölgi á Íslandi.

Sjá nánar: Allir verða líffæragjafar eftir áramót


Tengdar fréttir

Allir verða líffæragjafar eftir áramót

Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×