Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2019 23:33 John McCallum, fyrrverandi sendiherra Kanada í Kína. AP/Paul Chiasson Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, bað John McCallum, sendiherra landsins í Kína, um að segja af sér. Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. McCallum hefur á undanförnum dögum gagnrýnt Bandaríkin fyrir að sækjast eftir því að Meng verði framseld og hefur jafnvel sagt framsalsbeiðnina vera gallaða. Stjórnarandstaðan í Kanada hafði gagnrýnt McCallum harðlega fyrir ummæli sín því hið opinbera á ekki að koma með neinum hætti að dómskerfinu í Kanada. Meng er grunuð um brot á viðskiptaþvingunum gegn Íran og fjársvik í tengslum við þau brot. Yfirvöld í Kína hafa fangelsað minnst tvo Kanadamenn og sagt þá ógna öryggi þjóðarinnar. Þá var dómur annars manns frá Kanada þyngdur. Hann hafði áður verið dæmdur til fangelsisvistar en hefur nú verið dæmdur til dauða. Aðgerðir þessar eru taldar vera hefndaraðgerðir vegna handtöku Meng í síðasta mánuði. Hún var handtekin að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og standa nú yfir málaferli um hvort yfirvöld Í Kanada megi framselja hana. Reuters ræddi við nokkra reynda embættismenn og sérfræðinga sem segja þetta í fyrsta sinn sem kanadískur sendiherra sé í raun rekinn.Trudeau sagði á fimmtudaginn að hann ætlaði sér ekki að reka McCallum, sem hafði beðist afsökunar á ummælum sínum um framsalsbeiðnina. Á föstudaginn sagði hann hins vegar við Toronto Star að það yrði frábært fyrir Kanada ef Bandaríkin myndu fella beiðnina niður. Hvers konar samkomulag á milli Bandaríkjanna og Kína þyrfti að fela í sér að Kínverjar myndu sleppa mönnunum tveimur sem hafa verið handteknir.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent