Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hrokafullur sóknarleikur Njarðvíkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson
Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson Skjáskot/Körfuboltakvöld
Njarðvík beið lægri hlut fyrir Tindastól í stórleik helgarinnar í Dominos deildinni í körfubolta.

Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að vinna leikinn en fóru illa með lokasókn sína. Sérfræðingarnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson tóku Njarðvíkinga fyrir í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld.

„Afhverju í and*** ertu að taka þriggja stiga skot? Þú ert með Elvar þarna og hann getur labbað upp að körfunni næstum því að vild og sótt víti. Hann fiskaði 10 villur í þessum leik. Góðvinur okkar kallaði þetta hrokafullan sóknarleik. Þetta er bara leti,“ segir Kristinn og Jón Halldór tekur við. 

“Ég veit að Jeb Ivey hefur gert þetta milljón sinnum og hitt ógeðslega oft. En ég held að það hafi ekki oft gerst að hann sé búinn að eiga svona off dag og setji svo niður lokaskotið. Þú ert með Elvar galopinn. Það fer ógeðslega í taugarnar á mér að svona greindur körfuboltamaður sé að taka rangar ákvarðanir allan seinni hálfleikinn.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasekúndurnar í toppslagnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×