Innlent

Snarpur skjálfti við Hrafntinnusker fannst í Fljótshlíð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjálftinn varð um átta kílómetra frá Hrafntinnuskerjum á Torfajökulssvæðinu.
Skjálftinn varð um átta kílómetra frá Hrafntinnuskerjum á Torfajökulssvæðinu. Skjáskot/Google Maps
Jarðskjálfti að stærð 3,7 varð á Torfajökulssvæðinu klukkan 10:02 í morgun. Skjálftinn varð um átta kílómetra VNV af Hrafntinnuskerjum, að því er fram kemur í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands.

Rúmlega tíu eftirskjálftar hafa fylgt á eftir, allir undir 2,0 að stærð. Þá varð skjálftans vart í Fljótshlíð.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á landinu síðustu daga. Jarðskjálfti af stærð 3 mældist á Reykjaneshrygg 25. janúar. Aðfaranótt 26. janúar mældist annar jarðskjálfti 3,0 að stærð, um 3 km NNA af Krýsuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×