Mestu yfirburðir markakóngs HM í handbolta í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Mikkel Hansen kyssir HM-bikarinn. Getty/Martin Rose Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Daninn Mikkel Hansen var ekki bara markahæsti maður HM í handbolta í ár því hann var sá langmarkahæsti. Hansen skoraði alls 72 mörk í 10 leikjum Dana á mótinu. Hansen skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var Norðmaðurinn Magnus Jöndal. Jöndal náði aðeins að minnka forskotið þegar hann raðaði inn mörkum í úrslitaleiknum þegar úrslitin í leiknum voru löngu ráðin. Mikkel Hansen skoraði meðal annars fjórtán mörk í sigri á Norðmönnum í riðlakeppninni og tólf mörk í sigri á Frökkum í undanúrslitaleiknum. Þetta eru mestu yfirburðir markakóngs HM í tíu ár eða síðan að Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov skoraði 26 mörkum meira en næsti maður á HM í Króatíu árið 2009. Mikkel Hansen var einnig markakóngur á HM fyrir átta árum en hann skoraði þá tólf mörkum meira en næsti maður. Guðjón Valur Sigurðsson varð einnig markakóngur HM með talsverðum yfirburðum á HM í Þýskalandi 2007 þegar hann skorað 66 mörk eða níu mörkum meira en næsti maður. Mikkel Hansen var nú að klára sitt sjötta heimsmeistaramót og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann silfur á heimsmeistaramótunum 2011 og 2013. Mikkel var kosinn bestur á HM 2013 og var valinn í úrvalsliðið á HM 2011. Alls hefur Mikkel spilað 50 leiki í úrslitakeppni HM og er með 267 mörk og 188 stoðsendingar í þeim. Hann hefur því komið að meðaltali að 9,1 marki í leik á þessum sex heimsmeistaramótum sem er mögnuð tölfræði.Flest mörk í forskot sem markakóngur HM í handbolta á öldinni (2000-2019):26 marka forskot Kiril Lazarov, Makedóníu á HM 2009 (92 mörk) 13 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2019 (72 mörk) 12 marka forskot Mikkel Hansen, Danmörku á HM 2011 (68 mörk)9 marka forskot Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi á HM 2007 (66 mörk)5 marka forskot Anders Eggert, Danmörku á HM 2013 (55 mörk)Sex heimsmeistarakeppnir Mikkel Hansen á ferlinum: HM 2019: 72 mörk og 37 stoðsendingar í 10 leikjum (Heimsmeistari) HM 2017: 26 mörk og 19 stoðsendingar í 6 leikjum (10. sæti) HM 2015: 39 mörk og 49 stoðsendingar í 9 leikjum (5. sæti) HM 2013: 22 mörk og 20 stoðsendingar í 7 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2011: 68 mörk og 34 stoðsensdingar í 10 leikjum (Silfurverðlaun) HM 2009: 40 mörk go 29 stoðsendingar í 8 leikjum (4. sæti)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Bein útsending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira