Dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa í september 2015 tekið ljósmynd af konunni á síma sinn þar sem hún lá sofandi og hálfnakin í rúmi með nöktum karlmanni. Sendi maðurinn svo myndina á þrjá vini sína í gegnum Facebook. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi gengist við því að hafa tekið myndina og sent hana áfram í gegnum Facebook. Vörn hans byggði á því að hann hefði ekki sýnt af sér lostugt athæfi í skilning 209. greinar almennra hegningarlaga sem snýr að blygðunarsemi og þá hefði hann ekki heldur gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar með því að móðga konuna og smána.Ekki sannað að um lostugt athæfi hafi verið að ræða Dómurinn taldi ekki hægt að slá því föstu sá verknaður að taka myndina og senda hana svo áfram á vini sína fæli í sér lostugt athæfi í skilningi laganna. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar eða eins og segir í dómnum: „Með lostugu athæfi er átt við háttsemi af kynferðislegum toga, er stjórnast af kynhneigð, sem einhver annar verður vitni að. Með lögum nr. 40/1992 voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að ef kynferðis¬athafnir gætu ekki talist vera samræði, önnur kynferðismök eða önnur kynferðisleg áreitni gæti 209. gr. almennra hegningarlaga átt við um þær. Þá sagði í athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að það leiddi af nýjum sérákvæðum í 200.-202. gr. laganna, sbr. 8.-10. gr. frumvarpsins, um kynferðislega áreitni, að undir 209. gr. félli nú fyrst og fremst ýmiss konar háttsemi, önnur en káf og þukl á líkama, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, og klúrt orðbragð í síma. Ákærði hefur borið því við að sú háttsemi hans að taka áðurlýsta ljósmynd og senda hana til þriggja vina sinna hafi ekki verið sprottin af kynferðislegum rótum. Aðspurður fyrir dómi um hvað honum gekk til vísaði ákærði einkum til þess að honum hefði verið verulega brugðið við að koma að brotaþola og manninum. Hann hefði vilja eiga myndina ef brotaþoli myndi síðar þræta fyrir að karlmaður hefði gist hjá henni þessa nótt, eitthvað sem hún hefði síðan gert síðar þennan sama dag.“ Dómurinn taldi hins vegar sannað að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni með háttseminni og var hann því sakfelldur fyrir þann hluta ákærunnar. Þá var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í bætur og svo allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira