Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/Getty Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur. Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur.
Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira