Aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðunum þarf að vera umtalsverð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2019 18:45 Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín. Akranes Kjaramál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín.
Akranes Kjaramál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira