Aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðunum þarf að vera umtalsverð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2019 18:45 Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín. Akranes Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín.
Akranes Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira