Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 11:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar. Vísir/Vilhelm „Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05