Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 11:30 Mótmælendur brenna mynd af Bibi. AP/Pervez Masih Hæstiréttur Pakistan hefur neitað að taka fyrir áfrýjun sem snýr að því að fella sýknu Asia Bibi niður. Hún var dæmd til dauða árið 2010 eftir að nágrannar hennar, sem hún deildi við, sökuðu hana um að vanvirða spámanninn Múhameð. Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. Bibi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en málið gegn henni hefur leitt til mikilla deilna í Pakistan á milli harðlínumanna sem vilja ströng lög um guðlast og annarra. Sýknun hennar leiddi til mikilla mótmæla víða um landið og hefur henni ekki enn verið gert kleift að yfirgefa Pakistan þó harðlínumenn hafi ítrekað hótað því að myrða hana. Eftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Hún hefur þurft að vera í felum frá því hún var sýknuð en samkvæmt BBC er talið að dætur hennar tvær hafi þegar yfirgefið Pakistan.Búist er við því að mótmælt verði á nýjan leik vegna ákvörðunar réttarins um endurskoða sýknunina ekki en margir af klerkunum sem leiddu mótmælin í fyrra hafa verið fangelsaðir. Pakistan Tengdar fréttir Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53 Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur neitað að taka fyrir áfrýjun sem snýr að því að fella sýknu Asia Bibi niður. Hún var dæmd til dauða árið 2010 eftir að nágrannar hennar, sem hún deildi við, sökuðu hana um að vanvirða spámanninn Múhameð. Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. Bibi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en málið gegn henni hefur leitt til mikilla deilna í Pakistan á milli harðlínumanna sem vilja ströng lög um guðlast og annarra. Sýknun hennar leiddi til mikilla mótmæla víða um landið og hefur henni ekki enn verið gert kleift að yfirgefa Pakistan þó harðlínumenn hafi ítrekað hótað því að myrða hana. Eftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Hún hefur þurft að vera í felum frá því hún var sýknuð en samkvæmt BBC er talið að dætur hennar tvær hafi þegar yfirgefið Pakistan.Búist er við því að mótmælt verði á nýjan leik vegna ákvörðunar réttarins um endurskoða sýknunina ekki en margir af klerkunum sem leiddu mótmælin í fyrra hafa verið fangelsaðir.
Pakistan Tengdar fréttir Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53 Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Eiginmaður Asiu Bibi óttast um öryggi hennar í Pakistan og grátbiður vestræn ríki um að veita henni hæli. 5. nóvember 2018 07:53
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Hæstiréttur Pakistans tekur fyrir áfrýjun kristinnar konu sem var dæmd til dauða fyrir guðlast í dag. 8. október 2018 08:45
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23
Konunni sem var sýknuð af guðlasti sleppt úr fangelsi Ferðum Asiu Bibi er haldið leyndum af ótta um öryggi hennar. 8. nóvember 2018 08:27