Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 16:56 Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, segir ólíklegt að einræðisstjórn Norður-Kóreu muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Sömu sögu sé að segja af búnaði þeirra til að auðga úraníum og framleiða kjarnorkuvopn. Þetta sagði Coats í dag við þingmenn í njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði ástæðuna vera að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, Með kjarnorkuvopnum verði ekki hægt að koma honum frá völdum með innrás. Coats sagði ljóst að ríkisstjórn Kim hefði dregið úr ógnandi hegðun í tengslum við kjarnorkuvopnaáætlun þeirra og engar tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar hefðu verið framkvæmdar í rúmt ár. Þá sagði hann, samkvæmt Politcio, að Kim virtist opinn fyrir mögulegri afvopnun.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstunni hitta Kim og er gert ráð fyrir að það verði í lok febrúar. Þetta verður annar fundur þeirra en Trump hefur lengi heitið því að Norður-Kórea muni láta öll kjarnorkuvopn af hendi. Í síðustu viku sagði Trump að viðræður stæðu enn yfir og árangur hefði náðst. Aldrei hefði annar eins árangur náðst í málefnum Norður-Kóreu, samkvæmt Trump. Þá sagðist hann búast við miklum árangri á fundi hans og Kim. þegar þeir hittust í fyrra skrifuðu Trump og Kim undir sameiginlegra yfirlýsingu. Sú yfirlýsing var einkar óljós og innihélt engar skuldbindingar. Þar stóð að ríkin myndu vinna að því að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn og vinna að varanlegum friði. Í kjölfar fundarins staðhæfði Trupm að afvopnun Norður-Kóreu myndi hefjast „mjög fljótlega“.Vísbendingar um áframhaldandi tilraunir Síðan þá hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó margsinnis gagnrýnt að Bandaríkin hafi ekki fellt niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu. Meðal annars hefur Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagt að ekki komi til greina að einræðisríkið vinni að afvopnun á nokkurn hátt fyrr en létt sé á viðskiptaþvingununum.Þá hafa sömuleiðis borist fregnir af því að kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu hafi haldið áfram í leynilegum herstöðvum. Sérfræðingar segja gervihnattarmyndir af Norður-Kóreu sýna eldflaugapalla í þessum herstöðvum.Coats sagði leyniþjónustur Bandaríkjanna telja að aðgerðir innan Norður-Kóreu séu ekki í samræmi við afvopnun. Þá sagði hann að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir bæru árangur og þeim hefði að mestu verið viðhaldið. Hins vegar væri ríkisstjórn Kim að reyna að draga úr áhrifum þeirra með því að komast hjá þeim, beita pólitískum þrýstingi og viðræðum.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira