Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00