„Ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 20:15 Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08
Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent