Skrúfuþota Ernis kyrrsett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2019 06:00 Flugvallarstarfsmenn drógu skrúfuþotu Ernis að Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli og lögðu síðan sendibíl fyrir framan vélina til að tryggja að henni yrði ekki flogið á brott. Fréttablaðið/Stefán Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00