Ekki þörf fyrir ákvæði um pyndingar í lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. janúar 2019 07:00 Jón Þór Ólafsson, sérfræðingur í refsirétti, segir eðlilegt að pyndingar séu skilgreindar í refsilögum. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld telja ekki ástæðu til að skilgreina pyndingar sérstaklega sem refsivert athæfi í íslenskri refsilöggjöf. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkisins til nefndar Sameinuðu þjóðanna um bann við pyndingum. Stjórnvöld hafa átt regluleg samskipti við nefndina frá árinu 1998 og hefur nefndin í öllum erindum sínum lagt áherslu á að pyndingar verði skilgreindar sem sérstakt refsivert brot í refsilögum landsins. Í svörum ríkisins í nýjustu skýrslu þess til nefndarinnar er vísað til þess að bann við pyndingum sé tiltekið í stjórnarskránni og einnig í Mannréttindasáttmála Evrópu sem er lögfestur hér á landi. Hins vegar sé ekkert ákvæði um bann við pyndingum í refsilöggjöfinni. Þetta er skýrt þannig að allt líkamlegt ofbeldi sé refsivert samkvæmt hegningarlögum sem og brot gegn frelsi fólks. Þá séu brot framin í opinberu embætti einnig refsiverð og taki til þeirrar háttsemi sem lýst er í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Með vísan til þessa líti stjórnvöld svo á að bann við pyndingum sé nægilega tryggt í íslenskum lögum þrátt fyrir að hugtakið sé ekki skilgreint sérstaklega í löggjöfinni. „Í dag yrði ákært á grundvelli ákvæða um ofbeldisbrot og brot í opinberu starfi en það væri í sjálfu sér mjög eðlilegt að setja inn ákvæði um pyndingar sem skilgreini sérstaklega ofbeldisbrot af hálfu hins opinbera sem tæki mið af alþjóðlegum skilgreiningum,“ segir Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti. Hann segir að þótt bann sé lagt við pyndingum í stjórnarskrá verði menn ekki ákærðir á grundvelli hennar né mannréttindasáttmálans. „Og jafnvel þótt menn telji svona ákvæði ekki verða notað eða að ekki sé þörf fyrir það, er alltaf varnagli að hafa skilgreininguna í lögum.“ Í skýrslunni svara stjórnvöld ýmsum spurningum nefndarinnar sem lúta að efni samningsins. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda kvartana sem borist hafa um pyndingar og slæma meðferð af hálfu lögreglumanna; rannsóknir slíkra mála, saksóknir, fjölda sakfellinga og dóma. Í svari stjórnvalda segir að engin tölfræði sé til um pyndingar sem slíkar þar sem hugtakið er ekki skilgreint í íslenskri löggjöf. Gerð er töluleg grein fyrir kvörtunum um slæma meðferð hjá lögreglu á árunum 2008 til 2014 og voru þær 92 talsins. Í langflestum tilvikum lutu kvartanir að harkalegri meðferð við handtöku eða í fangaklefa en einnig að niðurlægjandi meðferð, hótunum, líkamsárásum, líkamstjóni vegna gáleysislegrar meðferðar og dauða í fangaklefa. Ákært var í fjórum tilvikum og sakfellt í þeim öllum. Í tveimur málum var refsing í formi sektargreiðslu, í einu tilviki fékk dómfelldi 30 daga fangelsi og í einu tilviki tveggja ára skilorð. Nefndin óskaði einnig upplýsinga frá ríkinu um bætur, endurhæfingu og aðra lausn mála fyrir brotaþola pyndinga; hversu margar kröfur hafi verið lagðar fram, í hve mörgum tilvikum orðið hefur verið við slíkum kröfum og fjárhæðir bóta í hverju tilviki. Í svari ríkisins er aftur vísað til fyrri svara þess efnis að íslensk hegningarlög skilgreini ekki pyndingar sem sérstakt brot en bent á að allt athæfi sem miði að því að ógna lífi og limum fólks sé refsivert samkvæmt hegningarlögum og fórnarlömb slíkra brota geti krafist bóta, bæði í refsi- og einkamáli. Þá er óskað upplýsinga um hvort tryggt sé í réttarfarslögum að sönnunargögnum sem aflað hefur verið með pyndingum verði vísað frá dómi og óskað upplýsinga um fjölda tilvika þar sem slíkum gögnum hefur verið vísað frá sem ómarktækum. Í svari ríkisins er aftur vísað til þess að hugtakið sé ekki skilgreint í íslenskri löggjöf og þar af leiðandi sé heldur ekkert ákvæði í lögum sem beinlínis girði fyrir notkun sönnunargagna sem aflað hefur verið með pyndingum. Þrátt fyrir það myndu íslenskir dómstólar hins vegar vísa slíkum sönnunargögnum frá dómi með vísan til annarra réttarfarsákvæða. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin tekur skýrsluna til skoðunar eða hvenær viðbragða frá henni er að vænta en meðferð skýrslna tekur allt að tveimur árum hjá nefndinni. Skilgreining samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna Í samningi þessum merkir hugtakið „pyndingar“ hvern þann verknað sem manni er vísvitandi valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka eða þjáningu með í því skyni t.d. að fá hjá honum eða þriðja manni upplýsingar eða játningu, refsa honum fyrir verk sem hann eða þriðji maður hefur framið eða er grunaður um að hafa framið, eða til að hræða eða neyða hann eða þriðja mann, eða af ástæðum sem byggjast á mismunun af einhverju tagi, þegar þeim sársauka eða þjáningu er valdið af eða fyrir frumkvæði eða með samþykki eða umlíðun opinbers starfsmanns eða annars manns sem er handhafi opinbers valds. Hugtakið tekur ekki til sársauka eða þjáningar sem rekja má að öllu leyti til eða tilheyrir eða leiðir af lögmætum viðurlögum. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Íslensk stjórnvöld telja ekki ástæðu til að skilgreina pyndingar sérstaklega sem refsivert athæfi í íslenskri refsilöggjöf. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ríkisins til nefndar Sameinuðu þjóðanna um bann við pyndingum. Stjórnvöld hafa átt regluleg samskipti við nefndina frá árinu 1998 og hefur nefndin í öllum erindum sínum lagt áherslu á að pyndingar verði skilgreindar sem sérstakt refsivert brot í refsilögum landsins. Í svörum ríkisins í nýjustu skýrslu þess til nefndarinnar er vísað til þess að bann við pyndingum sé tiltekið í stjórnarskránni og einnig í Mannréttindasáttmála Evrópu sem er lögfestur hér á landi. Hins vegar sé ekkert ákvæði um bann við pyndingum í refsilöggjöfinni. Þetta er skýrt þannig að allt líkamlegt ofbeldi sé refsivert samkvæmt hegningarlögum sem og brot gegn frelsi fólks. Þá séu brot framin í opinberu embætti einnig refsiverð og taki til þeirrar háttsemi sem lýst er í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Með vísan til þessa líti stjórnvöld svo á að bann við pyndingum sé nægilega tryggt í íslenskum lögum þrátt fyrir að hugtakið sé ekki skilgreint sérstaklega í löggjöfinni. „Í dag yrði ákært á grundvelli ákvæða um ofbeldisbrot og brot í opinberu starfi en það væri í sjálfu sér mjög eðlilegt að setja inn ákvæði um pyndingar sem skilgreini sérstaklega ofbeldisbrot af hálfu hins opinbera sem tæki mið af alþjóðlegum skilgreiningum,“ segir Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti. Hann segir að þótt bann sé lagt við pyndingum í stjórnarskrá verði menn ekki ákærðir á grundvelli hennar né mannréttindasáttmálans. „Og jafnvel þótt menn telji svona ákvæði ekki verða notað eða að ekki sé þörf fyrir það, er alltaf varnagli að hafa skilgreininguna í lögum.“ Í skýrslunni svara stjórnvöld ýmsum spurningum nefndarinnar sem lúta að efni samningsins. Óskað er eftir upplýsingum um fjölda kvartana sem borist hafa um pyndingar og slæma meðferð af hálfu lögreglumanna; rannsóknir slíkra mála, saksóknir, fjölda sakfellinga og dóma. Í svari stjórnvalda segir að engin tölfræði sé til um pyndingar sem slíkar þar sem hugtakið er ekki skilgreint í íslenskri löggjöf. Gerð er töluleg grein fyrir kvörtunum um slæma meðferð hjá lögreglu á árunum 2008 til 2014 og voru þær 92 talsins. Í langflestum tilvikum lutu kvartanir að harkalegri meðferð við handtöku eða í fangaklefa en einnig að niðurlægjandi meðferð, hótunum, líkamsárásum, líkamstjóni vegna gáleysislegrar meðferðar og dauða í fangaklefa. Ákært var í fjórum tilvikum og sakfellt í þeim öllum. Í tveimur málum var refsing í formi sektargreiðslu, í einu tilviki fékk dómfelldi 30 daga fangelsi og í einu tilviki tveggja ára skilorð. Nefndin óskaði einnig upplýsinga frá ríkinu um bætur, endurhæfingu og aðra lausn mála fyrir brotaþola pyndinga; hversu margar kröfur hafi verið lagðar fram, í hve mörgum tilvikum orðið hefur verið við slíkum kröfum og fjárhæðir bóta í hverju tilviki. Í svari ríkisins er aftur vísað til fyrri svara þess efnis að íslensk hegningarlög skilgreini ekki pyndingar sem sérstakt brot en bent á að allt athæfi sem miði að því að ógna lífi og limum fólks sé refsivert samkvæmt hegningarlögum og fórnarlömb slíkra brota geti krafist bóta, bæði í refsi- og einkamáli. Þá er óskað upplýsinga um hvort tryggt sé í réttarfarslögum að sönnunargögnum sem aflað hefur verið með pyndingum verði vísað frá dómi og óskað upplýsinga um fjölda tilvika þar sem slíkum gögnum hefur verið vísað frá sem ómarktækum. Í svari ríkisins er aftur vísað til þess að hugtakið sé ekki skilgreint í íslenskri löggjöf og þar af leiðandi sé heldur ekkert ákvæði í lögum sem beinlínis girði fyrir notkun sönnunargagna sem aflað hefur verið með pyndingum. Þrátt fyrir það myndu íslenskir dómstólar hins vegar vísa slíkum sönnunargögnum frá dómi með vísan til annarra réttarfarsákvæða. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin tekur skýrsluna til skoðunar eða hvenær viðbragða frá henni er að vænta en meðferð skýrslna tekur allt að tveimur árum hjá nefndinni. Skilgreining samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna Í samningi þessum merkir hugtakið „pyndingar“ hvern þann verknað sem manni er vísvitandi valdið alvarlegum líkamlegum eða andlegum sársauka eða þjáningu með í því skyni t.d. að fá hjá honum eða þriðja manni upplýsingar eða játningu, refsa honum fyrir verk sem hann eða þriðji maður hefur framið eða er grunaður um að hafa framið, eða til að hræða eða neyða hann eða þriðja mann, eða af ástæðum sem byggjast á mismunun af einhverju tagi, þegar þeim sársauka eða þjáningu er valdið af eða fyrir frumkvæði eða með samþykki eða umlíðun opinbers starfsmanns eða annars manns sem er handhafi opinbers valds. Hugtakið tekur ekki til sársauka eða þjáningar sem rekja má að öllu leyti til eða tilheyrir eða leiðir af lögmætum viðurlögum.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira