Bestu menn leikjanna á HM í handbolta þurfa að „gefa“ verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 12:30 Aron Pálmarsson með verðlaun fyrir að vera kosinn maður leiksins á HM í Katar 2015. Vísir/EPA HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
HM í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum og mótshaldarar munu áfram velja mann leiksins í hverjum leik. Verðlaunaafhendingin hefur hinsvegar breyst talsvert á milli heimsmeistaramóta. Íslenska handboltalandsliðið spilar fimm leiki í riðlinum á HM í Þýskalandi og Danmörku og vonandi tekst einhverjum af strákunum okkar að ná því að vera maður leiksins í einhverjum þeirra. Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel er nú orðin styrktaraðili verðlaunanna fyrir besta mann leiksins á HM.hummel and the IHF replace the traditional ‘Player of the Match’ trophy and instead give the player a direct opportunity to pass on talent and passion for handball to the next generation by donating hummel handball equipment for less fortunate children.https://t.co/EY1G4gxsBapic.twitter.com/CeW3HXNzXr — IHF (@ihf_info) January 9, 2019Hingað til hefur maður leiksins fengið úr, styttu eða annan viðlíka eigulegan hlut til minningar um að hafa verið maður leiksins í leik á stórmóti. Það verður ekki nú. Hummel mun fara nýja leið. Maður leiksins fær vissulega áfram heiðurinn og lófaklapp strax eftir leik en hann fær engin venjuleg verðlaun samkvæmt frétt á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins. Hummel mun þess í stað gefa íþróttabúnað í þeirra nafni til ungra handboltakrakka sem að öðrum kosti hafa ekki tækifæri til að eignast handboltaföt, handboltaskó eða bolta. Íþróttabúnaðurinn verður afhentur handboltakrökkunum á Partille Cup í sumar en það er stærsta unglingamót heims í handbolta. Þetta mun verða gert í samstarfi við „We Care” verkefnið. Hummel mun á endanum gefa 1152 krökkum handboltabúnað. Eftir leikinn mun maður leiksins fá Hummel bol og viðurkenningarskjal um að hann hafi verið besti maður vallarins í viðkomandi leik og að íþróttabúnaðurinn hafi verið gefinn í hans í nafni. Dr Hassan Moustafa, forseti IHF, vonast til að leikmennirnir taki þessi nýung með opnum örmum.Today is the day! The 2019 IHF World Men's Handball Championships are finally here! Good luck to everybody - but especially our amazing hummel ambassadors Check out our Handball Universe: https://t.co/VyroT9B82e#sharethegame#hummelsportpic.twitter.com/ShVnTZQ9tP — hummel (@hummel1923) January 10, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti