Innlent

Krefjast þess að stjórnvöld falli frá „óskiljanlegri“ ákvörðun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust.
Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust. Fréttablaðið/Pjetur
Sjómannasamband Íslands, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Félag skipstjórnarmanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi krefjast þess að stjórnvöld endurskoði fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlögum til Hafrannsóknarstofnunar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum.

Greint var frá því í gær að tugum starfsmanna verði sagt upp hjá Hafró fyrir næstu mánaðamót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust.

Í yfirlýsingu áðurnefndra samtaka segir að árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Þar hafi Hafrannsóknarstofnun verið í forystu- og lykilhlutverki „og Íslendingar ættu að vera stoltir af framlagi hennar. Að hlúa að stofnuninni er því bæði nauðsyn og skylda.“

Samtökin furða sig því á verulega skertum fjárframlögum til Hafró.

„Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hyggist draga svo máttinn úr stofnuninni að henni verði í raun meinað að sinna þeim grundvallarrannsóknum, sem sjósókn Íslendinga byggist á. Skerðing fjármuna vekur ekki síst furðu í ljósi þess aðíslenskur sjávarútvegur í heild sinni greiðir tugi milljarða til hins opinbera áári hverju.“

Þannig krefjast samtökin þess að stjórnvöld endurskoði hið fyrsta fyrirhugaðan niðurskurð á fjárframlagi til Hafró.

„Sú ákvörðum er skammsýni. Það eru miklu meiri heildarhagsmunir fólgnir íþví að styðja við og efla rannsóknir en að stefna þeim í voða. Þannig rísum við undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin í umgengni við sjóinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×